Forsetavaldið Skúli Magnússson skrifar 7. júní 2012 06:00 Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun