Hjólhýsin í miðborginni Ólafur Rastrick skrifar 1. júní 2012 06:00 Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. Á síðustu áratugum hefur aftur á móti verið að renna upp fyrir Íslendingum að kannski séu einhver verðmæti eftir allt saman í þeim eldri byggingum sem þó eru til staðar á landinu. Víða um land er að finna dálítið samsafn af eldri timburhúsum sem gjarnan mynda hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á ekki síst við um Reykjavík en bárujárnsklædd timburhúsabyggð miðborgarinnar gerir hana dálítið sérstæða í samanburði við höfuðstaði annarra landa. Og þótt þessi hús séu fæst nema rúmlega aldargömul eru þau líklega einn nærtækasti efnislegi tengiliður núlifandi kynslóða við fortíð þjóðarinnar. Íslendingar hafa þannig verið að uppgötva þessar sérstæðu byggingar sem íslenska byggingaarfleifð. Við höfum í vaxandi mæli lært að meta þessi hús ekki síst sem mikilvægasta sjónræna einkenni miðborgar Reykjavíkur og sem efnislegan tengilið samtíðarinnar við sögu og menningu liðinna kynslóða. Til skamms tíma voru þessi gömlu hús ýmist rifin eða flutt á Árbæjarsafn ef þau reyndust í vegi duglegra athafnamanna sem reisa vildu stærri hús eða öðruvísi í miðborginni. Nú er í tísku að flytja þau til innan miðborgarinnar, kippa þeim af sökkli sínum og koma þeim fyrir á nýjum stað í nýju samhengi – kannski með öðrum gömlum húsum sem líka hafa verið færð til. Þetta þykir sumum fagurkerum hið mesta þing. Núna er hægt að skapa heillegar götumyndir lítilla sætra timburhúsa sem svo má færa til síðar ef einhver dugnaðarforkurinn skyldi nú þurfa að koma sér upp dálítið reisulegu hóteli á staðnum. Nú stendur til að byggja eitt gott hótel við Ingólfstorg í hjarta Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa eitt bakhús sem hefur það helst sér til ágætis að vera helsti vettvangur lifandi dægurtónlistar í bænum. Önnur gömul hús sem standa í vegi nýbyggingarinnar þarf að flytja til. Gott ef það var ekki einn sómamaðurinn á Alþingi sem stakk upp á því að draga þau út á torgið, líklega svo að þau fengju almennilega notið sín og hótelhaldarinn gæti byggt sitt hótel. Í þessum tilfæringum virðist lítið hugað að gildi þess að húsin standi á þeim stað þar sem þau voru reist. Svo virðist sem fyrst og fremst sé litið á húsin sem skrautmuni sem skjóta má hjólum undir og endurraða eftir því sem smekkur og hentugleikar hvers tíma blása mönnum í brjóst.Með því að hjólhýsavæða miðborgina með þessum hætti er svæðið vissulega á leiðinni með að verða dálítið dýnamískt; byggingarnar eru færðar til eins og leikmunir og leikmyndinni má svo skipta út milli sýninga. En ef þessi hús eru bara leikmynd – snotur dúkkuhús á hjólum til að sýna sjálfum okkur og gestum borgarinnar hversu krúttleg miðborgin er – væri þá ekki hagkvæmara að byggja frekar ný hugguleg smáhýsi heldur en að vera þvælast um með þetta gamla dót? Með því að færa gömul hús til og frá eru nefnilega allar líkur á að hið sögulega samhengi þeirra rofni. Þeim er kippt úr samhengi sínu og sett í eitthvað annað. Við það breytist merking þeirra og gildi fyrir þá sem til þeirra þekkja, vilja um þau fræðast eða þykir einfaldlega vænt um þau. Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað nýja merkingu og nýtt samhengi á nýjum stað en sem efnislegt fyrirbæri fyrir einstaklinga og samfélag til að rækta skilning sinn og tengsl við áratugina frá því í kringum aldamótin 1900 hefur tilfærslan rýrt gildi húsanna verulega. Það má að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort það hafi ekki talsvert og sjálfstætt gildi að gamlar byggingar eins og Vallarstræti 4 (Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti 7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem standa við Ingólfstorg fái að vera áfram á sínum stað sem áþreifanlegur og rótgróinn vitnisburður um gömlu Reykjavík sem gæðir miðborgina sögulegri vídd? Með því að halda í húsin á sínum stað er líklegt að sú skírskotun til fortíðar sem þau fela í sér reynist mun traustari en annars. Í stað þess að vera til vitnis um hentistefnu ársins 2012 byggist skírskotunin á þeim grunni sem húsin voru upphaflega reist á. Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugari en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í. Á síðustu áratugum hefur aftur á móti verið að renna upp fyrir Íslendingum að kannski séu einhver verðmæti eftir allt saman í þeim eldri byggingum sem þó eru til staðar á landinu. Víða um land er að finna dálítið samsafn af eldri timburhúsum sem gjarnan mynda hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á ekki síst við um Reykjavík en bárujárnsklædd timburhúsabyggð miðborgarinnar gerir hana dálítið sérstæða í samanburði við höfuðstaði annarra landa. Og þótt þessi hús séu fæst nema rúmlega aldargömul eru þau líklega einn nærtækasti efnislegi tengiliður núlifandi kynslóða við fortíð þjóðarinnar. Íslendingar hafa þannig verið að uppgötva þessar sérstæðu byggingar sem íslenska byggingaarfleifð. Við höfum í vaxandi mæli lært að meta þessi hús ekki síst sem mikilvægasta sjónræna einkenni miðborgar Reykjavíkur og sem efnislegan tengilið samtíðarinnar við sögu og menningu liðinna kynslóða. Til skamms tíma voru þessi gömlu hús ýmist rifin eða flutt á Árbæjarsafn ef þau reyndust í vegi duglegra athafnamanna sem reisa vildu stærri hús eða öðruvísi í miðborginni. Nú er í tísku að flytja þau til innan miðborgarinnar, kippa þeim af sökkli sínum og koma þeim fyrir á nýjum stað í nýju samhengi – kannski með öðrum gömlum húsum sem líka hafa verið færð til. Þetta þykir sumum fagurkerum hið mesta þing. Núna er hægt að skapa heillegar götumyndir lítilla sætra timburhúsa sem svo má færa til síðar ef einhver dugnaðarforkurinn skyldi nú þurfa að koma sér upp dálítið reisulegu hóteli á staðnum. Nú stendur til að byggja eitt gott hótel við Ingólfstorg í hjarta Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa eitt bakhús sem hefur það helst sér til ágætis að vera helsti vettvangur lifandi dægurtónlistar í bænum. Önnur gömul hús sem standa í vegi nýbyggingarinnar þarf að flytja til. Gott ef það var ekki einn sómamaðurinn á Alþingi sem stakk upp á því að draga þau út á torgið, líklega svo að þau fengju almennilega notið sín og hótelhaldarinn gæti byggt sitt hótel. Í þessum tilfæringum virðist lítið hugað að gildi þess að húsin standi á þeim stað þar sem þau voru reist. Svo virðist sem fyrst og fremst sé litið á húsin sem skrautmuni sem skjóta má hjólum undir og endurraða eftir því sem smekkur og hentugleikar hvers tíma blása mönnum í brjóst.Með því að hjólhýsavæða miðborgina með þessum hætti er svæðið vissulega á leiðinni með að verða dálítið dýnamískt; byggingarnar eru færðar til eins og leikmunir og leikmyndinni má svo skipta út milli sýninga. En ef þessi hús eru bara leikmynd – snotur dúkkuhús á hjólum til að sýna sjálfum okkur og gestum borgarinnar hversu krúttleg miðborgin er – væri þá ekki hagkvæmara að byggja frekar ný hugguleg smáhýsi heldur en að vera þvælast um með þetta gamla dót? Með því að færa gömul hús til og frá eru nefnilega allar líkur á að hið sögulega samhengi þeirra rofni. Þeim er kippt úr samhengi sínu og sett í eitthvað annað. Við það breytist merking þeirra og gildi fyrir þá sem til þeirra þekkja, vilja um þau fræðast eða þykir einfaldlega vænt um þau. Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað nýja merkingu og nýtt samhengi á nýjum stað en sem efnislegt fyrirbæri fyrir einstaklinga og samfélag til að rækta skilning sinn og tengsl við áratugina frá því í kringum aldamótin 1900 hefur tilfærslan rýrt gildi húsanna verulega. Það má að minnsta kosti velta því fyrir sér hvort það hafi ekki talsvert og sjálfstætt gildi að gamlar byggingar eins og Vallarstræti 4 (Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti 7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem standa við Ingólfstorg fái að vera áfram á sínum stað sem áþreifanlegur og rótgróinn vitnisburður um gömlu Reykjavík sem gæðir miðborgina sögulegri vídd? Með því að halda í húsin á sínum stað er líklegt að sú skírskotun til fortíðar sem þau fela í sér reynist mun traustari en annars. Í stað þess að vera til vitnis um hentistefnu ársins 2012 byggist skírskotunin á þeim grunni sem húsin voru upphaflega reist á. Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugari en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun