Forsetinn: Tákn eða afl Ólafur Páll Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun