Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló 15. maí 2012 09:30 Á siglufirði Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku. Mynd/Friðrik Vísir/Friðrik Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira