Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló 15. maí 2012 09:30 Á siglufirði Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku. Mynd/Friðrik Vísir/Friðrik Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira