Betri nýting á regnvatni Hrund Andradóttir skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun