Skref í ranga átt Elínborg Bárðardóttir skrifar 23. mars 2012 06:00 Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun