Skref í ranga átt Elínborg Bárðardóttir skrifar 23. mars 2012 06:00 Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun