Ferðaþjónusta: Atvinnugrein eða móttökunefnd? Auður Björg Sigurjónsdóttir og Helgi Pétursson skrifar 20. mars 2012 06:00 Nýlegar fréttir um að tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn hér á landi hafi staðið í stað undanfarin þrjú ár vekja athygli. Mörg undanfarin ár hefur það verið lenska að birta með jöfnu millibili tölur um fjölda ferðamanna og um aukinn fjölda þeirra, en minna hefur farið fyrir upplýsingum um hvaða fjármuni þeir eru að skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Það, að tekjur af ferðamönnum skuli standa í stað þrátt fyrir mikla aukningu á fjölda þeirra sem hingað koma, hlýtur að vera mikið áhyggjuefni og er sennilega birtingarmynd af innanhússvanda í ferðaþjónustunni, það að ekki megi innheimta gjald fyrir komu og veitta þjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Við getum einnig velt fyrir okkur hvort stóraukið sætaframboð lággjaldaflugfélaga hingað til lands verði til þess að hingað komi ferðamenn sem hafi minna milli handanna og spari við sig í hvívetna. Það er skoðun okkar sem þetta ritum og reynsla að ferðamenn séu tilbúnir til þess að greiða eðlilegt gjald fyrir veitta góða þjónustu, rétt eins og við gerum sjálf á erlendri grundu og þykir sjálfsagt. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna sem hingað koma tilgreinir íslenska náttúru sem helsta hvata til ferðarinnar. Mikið hefur verið um það rætt undanfarin ár, hvað teljist í hugum erlendra gesta vera íslensk náttúra og hvað veki forvitni þeirra um land og þjóð. Það er okkar reynsla að vistvæn orkuvinnsla Íslendinga sé þáttur í þessari náttúruupplifun ferðamanna og að virkjanir, bæði jarðhitavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir séu aðdráttarafl; ferðamannastaðir. Orkusýn ehf., sem er í eigu okkar, hefur nú í eitt ár rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun og tekið gjald af gestum sem þangað koma. Í þrjú ár þar áður var gestamóttaka Hellisheiðarvirkjunnar rekin sem kynningar- og fræðslumiðstöð Orkuveitu Reykjavíkur og öllum opin sem þangað vildu koma og ekki var tekið gjald af gestum. Við samdráttaraðgerðir lokaði Orkuveitan gestamóttökunni og var svo um nokkurra mánaða skeið. Við undirrituð, sem höfðum komið að uppbyggingu kynningarrýmisins, sáum tækifæri í því að hefja rekstur á jarðhitasýningu og tókum rýmið á leigu. Vitandi um áhuga ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækja á að koma í heimsókn í jarðvarmavirkjun, fá þar fræðslu og leiðsögn og kynnast því hvernig Íslendingar hafa nýtt sér jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu á einstakan hátt, fannst okkur ótækt að staður sem hafði nánast fest sig í sessi sem fjölsóttur ferðamannastaður yrði aflagður. Uppbygging á aðstöðunni var unnin í samráði við nágrannasveitarfélög og hagsmunaaðila sem flestir koma úr ferðaþjónustu. Góð aðkoma, gott aðgengi, góðar upplýsingar um starfsemina voru lykilatriði við hönnun húsnæðis og sýningarinnar í Hellisheiðarvirkjun. Okkur var ljóst frá upphafi að aðgangseyrir að Jarðhitasýningunni var forsenda þess að hægt væri að hafa lifibrauð af starfseminni og skapa atvinnu með ráðningu starfsmanna. Á þessu eina ári höfum við lært að ferðamönnum þykir það sjálfsagður hlutur að greiða fyrir veitta þjónustu. Það er okkur því umhugsunarefni hvað er í veginum við að innheimta gjald á þeim ferðamannastöðum sem líða fyrir hirðuleysi vegna peningaskorts. Við viljum hvetja samstarfsaðila okkar í ferðaþjónustu ásamt ríki og sveitarfélögum sem eiga hlut að máli og taka höndum saman um að innleiða sanngjarnt verð fyrir góða þjónustu. Það er hægt að taka fjölmörg dæmi og margir tala eðlilega um Gullfoss og Geysi og Dimmuborgir og aðra slíka staði. En það er líka gaman að taka fyrirferðarmikið dæmi: Perluna. Í Perluna koma um sex hundruð þúsund gestir á hverju ári. Við sem þetta ritum höfum komið að margskonar hugmyndavinnu um rekstur Perlunnar og þekkjum því stöðuna út í hörgul. Eðlilegur hluti þessara sex hundruð þúsunda kemur þangað á veitingastaðinn og til þess að skoða Sögusýninguna. Meginaðdráttarafl Perlunnar fyrir langstærstan hluta þessa mikla fjölda er hins vegar allt annað: Ókeypis klósett. Það er einhver innbyggður ótti við það að innheimta gjald fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum, sem byggir trúlega á einhvers konar hræðslu við einangrun, að fólk muni ekki vilja koma hingað, ferðamönnum snarfækki og ferðaþjónustan lamist. Þetta er fullkomlega ástæðulaus afstaða. Íslensk ferðaþjónusta hefur öll spilin á sinni hendi. Við eigum einhverja mestu auðlind sem um getur, íslenska náttúru, síðustu auðnina í Evrópu. Það á að kosta að fá að skoða þetta einstaka fyrirbæri, en það er okkar að veita góða þjónustu í staðinn, góðar upplýsingar, fræðslu og hreinlætisaðstöðu. Stór hluti erlendra ferðamanna kann t.d. ekki að ganga örna sinna úti í náttúrunni og hefur aldrei gert. Þeir reka því eðlilega upp stór augu þegar enga slíka þjónustu er að fá og ekki einu sinni hægt að fá hana með því að greiða fyrir hana. Það leiðir af sér fjöldaheimsóknir ferðamanna á snyrtingar á veitingastöðum og gististöðum um allt land, jafnvel í kirkjum og verslunarmiðstöðvum. Við viljum ekki að Ísland verði Mallorca Norðursins. Það er verkefni ferðaþjónustunnar að laða til landsins hæfilegan fjölda ferðamanna sem geta greitt sanngjarnt gjald fyrir góða þjónustu. Ferðaþjónustan er atvinnugrein, ekki móttökunefnd. Nú á tímum eru miklar væntingar til ferðaþjónustunnar, þ.e. að hún verði stöndugur atvinnuvegur, sem skilar arði til þjóðarbúsins. Ferðaþjónustan á að geta staðið undir þeim væntingum, en þá þarf að koma til samstaða í greininni og skilningur á að það er allra hagur að vel gangi, líka hjá samkeppnisaðilanum. Fréttir um þróun ferðaþjónustunnar þurfa því að vera fréttir af auknum tekjum af ferðamönnum fyrir veitta þjónustu, ekki auknum fjölda ferðamanna. Það er einföld baunatalning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir um að tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn hér á landi hafi staðið í stað undanfarin þrjú ár vekja athygli. Mörg undanfarin ár hefur það verið lenska að birta með jöfnu millibili tölur um fjölda ferðamanna og um aukinn fjölda þeirra, en minna hefur farið fyrir upplýsingum um hvaða fjármuni þeir eru að skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Það, að tekjur af ferðamönnum skuli standa í stað þrátt fyrir mikla aukningu á fjölda þeirra sem hingað koma, hlýtur að vera mikið áhyggjuefni og er sennilega birtingarmynd af innanhússvanda í ferðaþjónustunni, það að ekki megi innheimta gjald fyrir komu og veitta þjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Við getum einnig velt fyrir okkur hvort stóraukið sætaframboð lággjaldaflugfélaga hingað til lands verði til þess að hingað komi ferðamenn sem hafi minna milli handanna og spari við sig í hvívetna. Það er skoðun okkar sem þetta ritum og reynsla að ferðamenn séu tilbúnir til þess að greiða eðlilegt gjald fyrir veitta góða þjónustu, rétt eins og við gerum sjálf á erlendri grundu og þykir sjálfsagt. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna sem hingað koma tilgreinir íslenska náttúru sem helsta hvata til ferðarinnar. Mikið hefur verið um það rætt undanfarin ár, hvað teljist í hugum erlendra gesta vera íslensk náttúra og hvað veki forvitni þeirra um land og þjóð. Það er okkar reynsla að vistvæn orkuvinnsla Íslendinga sé þáttur í þessari náttúruupplifun ferðamanna og að virkjanir, bæði jarðhitavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir séu aðdráttarafl; ferðamannastaðir. Orkusýn ehf., sem er í eigu okkar, hefur nú í eitt ár rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun og tekið gjald af gestum sem þangað koma. Í þrjú ár þar áður var gestamóttaka Hellisheiðarvirkjunnar rekin sem kynningar- og fræðslumiðstöð Orkuveitu Reykjavíkur og öllum opin sem þangað vildu koma og ekki var tekið gjald af gestum. Við samdráttaraðgerðir lokaði Orkuveitan gestamóttökunni og var svo um nokkurra mánaða skeið. Við undirrituð, sem höfðum komið að uppbyggingu kynningarrýmisins, sáum tækifæri í því að hefja rekstur á jarðhitasýningu og tókum rýmið á leigu. Vitandi um áhuga ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækja á að koma í heimsókn í jarðvarmavirkjun, fá þar fræðslu og leiðsögn og kynnast því hvernig Íslendingar hafa nýtt sér jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu á einstakan hátt, fannst okkur ótækt að staður sem hafði nánast fest sig í sessi sem fjölsóttur ferðamannastaður yrði aflagður. Uppbygging á aðstöðunni var unnin í samráði við nágrannasveitarfélög og hagsmunaaðila sem flestir koma úr ferðaþjónustu. Góð aðkoma, gott aðgengi, góðar upplýsingar um starfsemina voru lykilatriði við hönnun húsnæðis og sýningarinnar í Hellisheiðarvirkjun. Okkur var ljóst frá upphafi að aðgangseyrir að Jarðhitasýningunni var forsenda þess að hægt væri að hafa lifibrauð af starfseminni og skapa atvinnu með ráðningu starfsmanna. Á þessu eina ári höfum við lært að ferðamönnum þykir það sjálfsagður hlutur að greiða fyrir veitta þjónustu. Það er okkur því umhugsunarefni hvað er í veginum við að innheimta gjald á þeim ferðamannastöðum sem líða fyrir hirðuleysi vegna peningaskorts. Við viljum hvetja samstarfsaðila okkar í ferðaþjónustu ásamt ríki og sveitarfélögum sem eiga hlut að máli og taka höndum saman um að innleiða sanngjarnt verð fyrir góða þjónustu. Það er hægt að taka fjölmörg dæmi og margir tala eðlilega um Gullfoss og Geysi og Dimmuborgir og aðra slíka staði. En það er líka gaman að taka fyrirferðarmikið dæmi: Perluna. Í Perluna koma um sex hundruð þúsund gestir á hverju ári. Við sem þetta ritum höfum komið að margskonar hugmyndavinnu um rekstur Perlunnar og þekkjum því stöðuna út í hörgul. Eðlilegur hluti þessara sex hundruð þúsunda kemur þangað á veitingastaðinn og til þess að skoða Sögusýninguna. Meginaðdráttarafl Perlunnar fyrir langstærstan hluta þessa mikla fjölda er hins vegar allt annað: Ókeypis klósett. Það er einhver innbyggður ótti við það að innheimta gjald fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum, sem byggir trúlega á einhvers konar hræðslu við einangrun, að fólk muni ekki vilja koma hingað, ferðamönnum snarfækki og ferðaþjónustan lamist. Þetta er fullkomlega ástæðulaus afstaða. Íslensk ferðaþjónusta hefur öll spilin á sinni hendi. Við eigum einhverja mestu auðlind sem um getur, íslenska náttúru, síðustu auðnina í Evrópu. Það á að kosta að fá að skoða þetta einstaka fyrirbæri, en það er okkar að veita góða þjónustu í staðinn, góðar upplýsingar, fræðslu og hreinlætisaðstöðu. Stór hluti erlendra ferðamanna kann t.d. ekki að ganga örna sinna úti í náttúrunni og hefur aldrei gert. Þeir reka því eðlilega upp stór augu þegar enga slíka þjónustu er að fá og ekki einu sinni hægt að fá hana með því að greiða fyrir hana. Það leiðir af sér fjöldaheimsóknir ferðamanna á snyrtingar á veitingastöðum og gististöðum um allt land, jafnvel í kirkjum og verslunarmiðstöðvum. Við viljum ekki að Ísland verði Mallorca Norðursins. Það er verkefni ferðaþjónustunnar að laða til landsins hæfilegan fjölda ferðamanna sem geta greitt sanngjarnt gjald fyrir góða þjónustu. Ferðaþjónustan er atvinnugrein, ekki móttökunefnd. Nú á tímum eru miklar væntingar til ferðaþjónustunnar, þ.e. að hún verði stöndugur atvinnuvegur, sem skilar arði til þjóðarbúsins. Ferðaþjónustan á að geta staðið undir þeim væntingum, en þá þarf að koma til samstaða í greininni og skilningur á að það er allra hagur að vel gangi, líka hjá samkeppnisaðilanum. Fréttir um þróun ferðaþjónustunnar þurfa því að vera fréttir af auknum tekjum af ferðamönnum fyrir veitta þjónustu, ekki auknum fjölda ferðamanna. Það er einföld baunatalning.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun