Þráhyggja sjálfstæðismanna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2012 06:00 Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar