Forseti – samein- ingartákn eða stjórnmálamaður? Tryggvi Gíslason skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Í nýársræðu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann ætlaði að láta af starfi forseta Íslands, sagðist eftir að hafa íhugað vandlega ólík sjónarmið varðandi framboðið, að niðurstaðan kynni að hljóma sem þversögn „en er engu að síður sú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis, að ég geti fremur orðið að liði, ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum“. Síðan segir orðrétt í ræðunni: „Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum, sem hafa lengi verið mér kær, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna gegn loftslagsbreytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norðurslóðum og tengsl okkar við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga fólksins og lýðræði í landinu. Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs. … Ég færi ykkur, kæru landsmenn, einlægar þakkir fyrir traustið sem þið hafið lengi sýnt mér, Dorrit og Guðrúnu Katrínu; óska hverjum og einum, ykkur öllum farsældar í framtíðinni.“ Ekkert fer hér milli mála. Engu að síður hefur hópur manna skorað á Ólaf Ragnar að sitja enn eitt kjörtímabilið. Fremstur fer Guðni Ágústsson, gamall flokksbróðir, til að tryggja hagsmuni Íslands í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu auk þess sem hópurinn telur engan núlifandi Íslending geta gegnt embætti forseta Íslands annan en Ólaf Ragnar. Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi einhvers afmarkaðs hóps manna eða samtaka. Hlutverk forseta Íslands er að vera sameiningartákn þjóðarinnar, koma fram fyrir hönd hennar allrar án flokkadrátta. Það gerðu forsetar landsins á undan Ólafi Ragnari. Hlutverk misviturra stjórnmálamanna er að berjast fyrir hagsmunum einstakra hópa og tryggja pólitísk völd. Forseti Íslands á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti, hann á að vera vitur maður og menntaður, víðsýnn og umburðarlyndur – og hann á að leitast við af fremsta megni að vera forseti allra Íslendinga – ekki að stuðla að sundrungu þjóðarinnar. Ef skoðun Guðna Ágústssonar og félaga hans reynist rétt, að einungis einn Íslendingur geti gegnt embætti forseta, er best að ganga aftur Noregskonungi á hönd með Nýja sáttmála – og sjá hvað setur næstu 600 sumur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í nýársræðu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann ætlaði að láta af starfi forseta Íslands, sagðist eftir að hafa íhugað vandlega ólík sjónarmið varðandi framboðið, að niðurstaðan kynni að hljóma sem þversögn „en er engu að síður sú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis, að ég geti fremur orðið að liði, ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum“. Síðan segir orðrétt í ræðunni: „Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum, sem hafa lengi verið mér kær, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og atvinnulíf. Þá munu opnast nýjar leiðir til að styðja baráttuna gegn loftslagsbreytingum og kynningu á hreinni orku, þróa samvinnu á Norðurslóðum og tengsl okkar við forysturíki í öðrum álfum, auka tækifæri unga fólksins og lýðræði í landinu. Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs. … Ég færi ykkur, kæru landsmenn, einlægar þakkir fyrir traustið sem þið hafið lengi sýnt mér, Dorrit og Guðrúnu Katrínu; óska hverjum og einum, ykkur öllum farsældar í framtíðinni.“ Ekkert fer hér milli mála. Engu að síður hefur hópur manna skorað á Ólaf Ragnar að sitja enn eitt kjörtímabilið. Fremstur fer Guðni Ágústsson, gamall flokksbróðir, til að tryggja hagsmuni Íslands í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu auk þess sem hópurinn telur engan núlifandi Íslending geta gegnt embætti forseta Íslands annan en Ólaf Ragnar. Hlutverk forseta Íslands er ekki að vera leiðtogi einhvers afmarkaðs hóps manna eða samtaka. Hlutverk forseta Íslands er að vera sameiningartákn þjóðarinnar, koma fram fyrir hönd hennar allrar án flokkadrátta. Það gerðu forsetar landsins á undan Ólafi Ragnari. Hlutverk misviturra stjórnmálamanna er að berjast fyrir hagsmunum einstakra hópa og tryggja pólitísk völd. Forseti Íslands á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti, hann á að vera vitur maður og menntaður, víðsýnn og umburðarlyndur – og hann á að leitast við af fremsta megni að vera forseti allra Íslendinga – ekki að stuðla að sundrungu þjóðarinnar. Ef skoðun Guðna Ágústssonar og félaga hans reynist rétt, að einungis einn Íslendingur geti gegnt embætti forseta, er best að ganga aftur Noregskonungi á hönd með Nýja sáttmála – og sjá hvað setur næstu 600 sumur.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun