Ódýrar talnakúnstir Viðskiptaráðs Steingrímur J. Sigfússon skrifar 14. janúar 2012 06:00 Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum. Eftir að fullyrðingar talsmanns ráðsins í upphafi síðasta ár um stórfelldar skattahækkanir höfðu verið hraktar rækilega er nú gripið til nýs mælikvarða. Það eru ekki lengur skattarnir sem slíkir eða skattbyrðin sem skiptir máli heldur fjöldi skattabreytinga. Til þess að ljá málflutningi sínum vægi hefur VÍ haft fyrir því að telja saman allar breytingar í skattalagasafni síðustu ára án tillits til þess hvers eðlis þær breytingar eru og opinbera hina ógnvænlegu niðurstöðu. Yfir 100 breytingar á sköttum! Enginn greinarmunur er gerður á því hvers eðlis þessar breytingar eru. Hvort það eru hækkanir eða lækkanir á skatthlutföllum, hækkanir á frádráttarliðum og bótaliðum, verðlagsuppfærsla á krónutölugjöldum, kerfisbreytingar eins og í bifreiðasköttum o.s.frv. Það eina sem virðist skipta máli er að ná fram nógu hárri tölu um fjölda breytinga. Yfir 100 breytingar! Þetta rifjar upp að reyndar hefur Viðskiptaráð fyrr verið upptekið af tölum og tölfræði en síður hugað að innihaldi. Í skýrslu frá því fyrir hrun hældist Viðskiptaráð um yfir því að 90% tillagna ráðsins eða þar um bil hefðu náð fram að ganga með því að stjórnvöld hefðu gert þær að sínum. Í ljósi hrunsins má spyrja hvort e.t.v. hefði betur farið ef það hlutfall hefði verið lægra, þ.e. stjórnvöld hefðu í minna mæli farið að tillögum Viðskiptaráðs. Vitaskuld á að ræða um skattabreytingar en það er efni þeirra sem skiptir máli en ekki fjöldi. Um fjöldann er hins vegar það að segja að eftir áralangt afskiptaleysi og óstjórn í skattamálum þar sem skattkerfinu var þá og því aðeins breytt að það væri í þágu hinna tekjuhærri, stóreignamanna og fjármagnstekjuhafa, var óhjákvæmilegt að gera margar og í sumum tilvikum róttækar breytingar. Hefur það og verið gert á undanförnum þremur árum með sýnilegum og mjög marktækum árangri, bæði hvað stöðvun tekjufalls og réttlátari dreifingu skattbyrði snertir. Tekið hefur verið á veikleikum í kerfinu, stoppað upp í skattaskjól (CFC reglur t.d.), innleiddir umhverfisskattar og skattkerfið gert grænna en nútíminn í þeim efnum fór framhjá fyrri stjórnvöldum. Þetta gerði Verslunarráð rétt í að viðurkenna og leggja til grundvallar málflutningi sínum í stað marklausra talna um fjölda skattbreytinga. Heildarskattar lægri en fyrrHeildarskattbyrði hefur lækkað frá árunum fyrir hrun. Skatttekjur ríkissjóðs voru á árunum 2005 til 2007 á bilinu 31-33% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær eru nú 27-28% af VLF eða um 4 prósentustigum lægri en þær voru á þeim tíma sem VÍ saknar svo mjög. Þetta þýðir að ríkið tekur í sinn hlut um 4% minna en áður af því sem til skiptanna er en aðrir, þ.e. heimili og fyrirtæki í landinu fá um 4% meira í sinn hlut. Fullyrðingar Verslunarráðs og annarra um stórfelldar skattahækkanir eiga því við engin rök að styðjast. Hins vegar hefur orðið breyting á því hvernig skattbyrðinni er dreift og kann það að vera skýring á kveinstöfum ráðsins. Frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar hafði skattbyrði af tekjuskatti farið sívaxandi einkum hjá lægstu tekjuhópunum en lækkað hjá þeim tekjuhæstu. Þessari ósanngjörnu þróun hefur verið snúið við. Frá álagningu skv. gamla kerfinu á tekjur ársins 2008 til álagningar á tekjur ársins 2010 lækkaði skattbyrði af tekjuskatti hjá fólki í neðri hluta tekjuskalans svo sem hjóna sem hafa tekjur undir ca 8,5 m.kr. Lækkunin var mest neðst í tekjuskalanum t.d. um og yfir 3 prósentustig hjá lægsta fimmtungi hjóna. Hjá fólki yfir meðaltekjum hækkaði skatthlutfallið nokkuð en þó innan við 3 prósentustig nema hjá efstu 10% hjóna þar sem hækkunin var meiri einkum hjá efstu 1-2% hjóna sem áður náðu ekki að greiða meðalskatt en greiða nú um 33% skatt. Í þessum tölum eru allir tekjuskattar og auðlegðarskattur. Af fjármagnstekjuskatti, sem VÍ fullyrðir að hafi hækkað um 100% og gjarnan er haldið fram að lendi einkum á lífeyrisþegum og öðrum tekjulágum, er það að segja að hjá um 65% hjóna lækkaði hann um nærri 100%, þ.e. féll niður vegna frítekjumarksins og hjá 77% hjóna er hann enginn eða lægri en áður. Hjá 23% hjóna í efsta hluta tekjuskalans er hann hærri en áður. Það fer ekki á milli mála hverra hag VÍ ber fyrir brjósti. Við því er ekkert að segja að tekinn sé málstaður hinna efnameiri á opinn og hreinskiptinn hátt. Reyndar má velta því fyrir sér í ljósi útspils VÍ og umfjöllunar á skattadegi Deloitte hvort ekki væri hreinlegast að stofnuð yrðu formlega „Hagsmunasamtök auðmanna“ á Íslandi. Það er hins vegar óviðunandi og gerir VÍ ótrúverðugt að heyja sína hagsmunabarátta á grundvelli fremur ódýrra einfaldana og með markleysur að vopni. Á það hefur engin dul verið dregin að eitt af markmiðum skattkerfisbreytinganna var að stöðva tekjufall ríkisins eftir hrun, en hitt er ekki síður mikils um vert að verið var að breyta umtalsvert dreifingu skattbyrðinnar í anda aukins jöfnuðar og félagslegs réttlætis, gera skattkerfið grænna og norrænna á nýjan leik. Ívilnandi breytingum slepptLoks má nefna að Viðskiptaráð lætur hjá líða að geta þess að talsverður fjöldi hinna margrómuðu ótalmörgu skattbreytinga hefur verið ívilnandi. 100% endurgreiðsla VASKS á byggingarstað (allir vinna), lög um ívilnanir til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, rammalög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, skattfrelsi skuldaniðurfellinga, hækkun vaxtabóta og sérstök vaxtaniðurgreiðsla, útgreiðsla séreignasparnaðar, bann við skuldajöfnun ýmissa bótagreiðslna, gjalddagaaðlögun fyrir atvinnulífið, heimildir til handa fyrirtækjum að gera upp gamlar skattskuldir með skuldabréfum, o.fl. o.fl. Þess er sem sagt í engu getið í tölfræðinálgun VÍ að gripið hefur verið til margs konar ívilnandi aðgerða til að örva nýsköpun og fjárfestingar, skapa störf, berjast gegn svartri atvinnustarfsemi og styðja við heimili og atvinnulíf gegnum erfiðleikana. Þaðan af síður ræðir Viðskiptaráð um aðgerðir stjórnvalda í samhengi við vandann í ríkisfjármálum og með sanngjarnri hliðsjón af mikilvægi þess að ná niður halla ríkissjóðs og stöðva skuldasöfnun, verja og síðan bæta lánshæfismat landsins og opna því leið út á alþjóðlegan fjármálamarkað. Það tókst með góðum árangri í júnímánuði sl. þegar aflað var eins milljarðs Bandaríkjadala á mjög ásættanlegum kjörum (voru það kannski viðskipti ársins?). Gangi forsendur fjárlaga fyrir yfirstandandi ár í grófum dráttum eftir þá hefur hallarekstur ríkisins farið úr um 14,5% 2008 niður í 1,2% 2012. Þekkir VÍ dæmi um sambærilegan árangur sl. fimm ár í Evrópu og þó víðar væri leitað? Án viðamikilla aðgerða bæði á tekju- og gjaldahlið fjárlaga hefði slíkur árangur ekki náðst. Þær aðgerðir hafa ekki verið auðveldar, en að horfa algerlega fram hjá mikilvægi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum þegar rætt er um skatta er Viðskiptaráði ekki samboðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum. Eftir að fullyrðingar talsmanns ráðsins í upphafi síðasta ár um stórfelldar skattahækkanir höfðu verið hraktar rækilega er nú gripið til nýs mælikvarða. Það eru ekki lengur skattarnir sem slíkir eða skattbyrðin sem skiptir máli heldur fjöldi skattabreytinga. Til þess að ljá málflutningi sínum vægi hefur VÍ haft fyrir því að telja saman allar breytingar í skattalagasafni síðustu ára án tillits til þess hvers eðlis þær breytingar eru og opinbera hina ógnvænlegu niðurstöðu. Yfir 100 breytingar á sköttum! Enginn greinarmunur er gerður á því hvers eðlis þessar breytingar eru. Hvort það eru hækkanir eða lækkanir á skatthlutföllum, hækkanir á frádráttarliðum og bótaliðum, verðlagsuppfærsla á krónutölugjöldum, kerfisbreytingar eins og í bifreiðasköttum o.s.frv. Það eina sem virðist skipta máli er að ná fram nógu hárri tölu um fjölda breytinga. Yfir 100 breytingar! Þetta rifjar upp að reyndar hefur Viðskiptaráð fyrr verið upptekið af tölum og tölfræði en síður hugað að innihaldi. Í skýrslu frá því fyrir hrun hældist Viðskiptaráð um yfir því að 90% tillagna ráðsins eða þar um bil hefðu náð fram að ganga með því að stjórnvöld hefðu gert þær að sínum. Í ljósi hrunsins má spyrja hvort e.t.v. hefði betur farið ef það hlutfall hefði verið lægra, þ.e. stjórnvöld hefðu í minna mæli farið að tillögum Viðskiptaráðs. Vitaskuld á að ræða um skattabreytingar en það er efni þeirra sem skiptir máli en ekki fjöldi. Um fjöldann er hins vegar það að segja að eftir áralangt afskiptaleysi og óstjórn í skattamálum þar sem skattkerfinu var þá og því aðeins breytt að það væri í þágu hinna tekjuhærri, stóreignamanna og fjármagnstekjuhafa, var óhjákvæmilegt að gera margar og í sumum tilvikum róttækar breytingar. Hefur það og verið gert á undanförnum þremur árum með sýnilegum og mjög marktækum árangri, bæði hvað stöðvun tekjufalls og réttlátari dreifingu skattbyrði snertir. Tekið hefur verið á veikleikum í kerfinu, stoppað upp í skattaskjól (CFC reglur t.d.), innleiddir umhverfisskattar og skattkerfið gert grænna en nútíminn í þeim efnum fór framhjá fyrri stjórnvöldum. Þetta gerði Verslunarráð rétt í að viðurkenna og leggja til grundvallar málflutningi sínum í stað marklausra talna um fjölda skattbreytinga. Heildarskattar lægri en fyrrHeildarskattbyrði hefur lækkað frá árunum fyrir hrun. Skatttekjur ríkissjóðs voru á árunum 2005 til 2007 á bilinu 31-33% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær eru nú 27-28% af VLF eða um 4 prósentustigum lægri en þær voru á þeim tíma sem VÍ saknar svo mjög. Þetta þýðir að ríkið tekur í sinn hlut um 4% minna en áður af því sem til skiptanna er en aðrir, þ.e. heimili og fyrirtæki í landinu fá um 4% meira í sinn hlut. Fullyrðingar Verslunarráðs og annarra um stórfelldar skattahækkanir eiga því við engin rök að styðjast. Hins vegar hefur orðið breyting á því hvernig skattbyrðinni er dreift og kann það að vera skýring á kveinstöfum ráðsins. Frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar hafði skattbyrði af tekjuskatti farið sívaxandi einkum hjá lægstu tekjuhópunum en lækkað hjá þeim tekjuhæstu. Þessari ósanngjörnu þróun hefur verið snúið við. Frá álagningu skv. gamla kerfinu á tekjur ársins 2008 til álagningar á tekjur ársins 2010 lækkaði skattbyrði af tekjuskatti hjá fólki í neðri hluta tekjuskalans svo sem hjóna sem hafa tekjur undir ca 8,5 m.kr. Lækkunin var mest neðst í tekjuskalanum t.d. um og yfir 3 prósentustig hjá lægsta fimmtungi hjóna. Hjá fólki yfir meðaltekjum hækkaði skatthlutfallið nokkuð en þó innan við 3 prósentustig nema hjá efstu 10% hjóna þar sem hækkunin var meiri einkum hjá efstu 1-2% hjóna sem áður náðu ekki að greiða meðalskatt en greiða nú um 33% skatt. Í þessum tölum eru allir tekjuskattar og auðlegðarskattur. Af fjármagnstekjuskatti, sem VÍ fullyrðir að hafi hækkað um 100% og gjarnan er haldið fram að lendi einkum á lífeyrisþegum og öðrum tekjulágum, er það að segja að hjá um 65% hjóna lækkaði hann um nærri 100%, þ.e. féll niður vegna frítekjumarksins og hjá 77% hjóna er hann enginn eða lægri en áður. Hjá 23% hjóna í efsta hluta tekjuskalans er hann hærri en áður. Það fer ekki á milli mála hverra hag VÍ ber fyrir brjósti. Við því er ekkert að segja að tekinn sé málstaður hinna efnameiri á opinn og hreinskiptinn hátt. Reyndar má velta því fyrir sér í ljósi útspils VÍ og umfjöllunar á skattadegi Deloitte hvort ekki væri hreinlegast að stofnuð yrðu formlega „Hagsmunasamtök auðmanna“ á Íslandi. Það er hins vegar óviðunandi og gerir VÍ ótrúverðugt að heyja sína hagsmunabarátta á grundvelli fremur ódýrra einfaldana og með markleysur að vopni. Á það hefur engin dul verið dregin að eitt af markmiðum skattkerfisbreytinganna var að stöðva tekjufall ríkisins eftir hrun, en hitt er ekki síður mikils um vert að verið var að breyta umtalsvert dreifingu skattbyrðinnar í anda aukins jöfnuðar og félagslegs réttlætis, gera skattkerfið grænna og norrænna á nýjan leik. Ívilnandi breytingum slepptLoks má nefna að Viðskiptaráð lætur hjá líða að geta þess að talsverður fjöldi hinna margrómuðu ótalmörgu skattbreytinga hefur verið ívilnandi. 100% endurgreiðsla VASKS á byggingarstað (allir vinna), lög um ívilnanir til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, rammalög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, skattfrelsi skuldaniðurfellinga, hækkun vaxtabóta og sérstök vaxtaniðurgreiðsla, útgreiðsla séreignasparnaðar, bann við skuldajöfnun ýmissa bótagreiðslna, gjalddagaaðlögun fyrir atvinnulífið, heimildir til handa fyrirtækjum að gera upp gamlar skattskuldir með skuldabréfum, o.fl. o.fl. Þess er sem sagt í engu getið í tölfræðinálgun VÍ að gripið hefur verið til margs konar ívilnandi aðgerða til að örva nýsköpun og fjárfestingar, skapa störf, berjast gegn svartri atvinnustarfsemi og styðja við heimili og atvinnulíf gegnum erfiðleikana. Þaðan af síður ræðir Viðskiptaráð um aðgerðir stjórnvalda í samhengi við vandann í ríkisfjármálum og með sanngjarnri hliðsjón af mikilvægi þess að ná niður halla ríkissjóðs og stöðva skuldasöfnun, verja og síðan bæta lánshæfismat landsins og opna því leið út á alþjóðlegan fjármálamarkað. Það tókst með góðum árangri í júnímánuði sl. þegar aflað var eins milljarðs Bandaríkjadala á mjög ásættanlegum kjörum (voru það kannski viðskipti ársins?). Gangi forsendur fjárlaga fyrir yfirstandandi ár í grófum dráttum eftir þá hefur hallarekstur ríkisins farið úr um 14,5% 2008 niður í 1,2% 2012. Þekkir VÍ dæmi um sambærilegan árangur sl. fimm ár í Evrópu og þó víðar væri leitað? Án viðamikilla aðgerða bæði á tekju- og gjaldahlið fjárlaga hefði slíkur árangur ekki náðst. Þær aðgerðir hafa ekki verið auðveldar, en að horfa algerlega fram hjá mikilvægi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum þegar rætt er um skatta er Viðskiptaráði ekki samboðið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun