Sport

Orri Freyr undir 50 sekúndurnar - Hrafnhildur í 18. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Guðmundsson.
Orri Freyr Guðmundsson. Mynd/Valli
Orri Freyr Guðmundsson, sundmaður í SH, varð aðeins annar Íslendingurinn til að synda 100 metra skriðsund undir 50 sekúndum þegar hann keppti í undanrásum í greininni á Heimsmeistaramótinu í í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi.

Orri Freyr synti 100 metra skriðsund á 49,99 sekúndum en á heimasíðu Sundsambandsins kemur fram að líklega er Örn Arnarson eini Íslendingurinn sem hefur náð að brjóta 50 sekúndna múrinn. Íslandsmet Arnar í greininni er 48,42 sekúndur. Orri Freyr endaði í 51. sæti.

Hrafnhildur Lúthersdóttir var ekki langt frá Íslandsmeti sínu í 200 metra bringusundi þegar hún synti á 2:24.59 mínútum og endaði í 18. sæti. Íslandsmet Hrafnhildar er 2.24.15 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×