Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Arngrímur Anton Ólafsson vann annað keppniskvöld úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Arngrímur Anton Ólafsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar stóð uppi sem sigurvegari á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Glæsileg tilþrif sáust á Bullseye á laugardagskvöldið. Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira