Gunnar Nelson æfir stíft fyrir UFC 13. september 2012 16:00 Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu. Innlendar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu.
Innlendar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Sjá meira