Gunnar Nelson æfir stíft fyrir UFC 13. september 2012 16:00 Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu. Innlendar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir fyrsta UFC-bardaga sinn sem fram fer í Nottingham á Englandi þann 29. september. Andstæðingur Gunnars er Þjóðverjinn Pascal Krauss sem hefur viðurnefnið "Skriðdrekinn". Krauss var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann gekk til liðs við UFC og er jafnframt fyrrum unglingameistari Þjóðverja í hnefaleikum. Hann hafnaði meðal annars í öðru sæti á þýska meistaramótinu í hnefaleikum, en úrslitabardaginn þar var eina tap hans á 18 bardaga ferli í hnefaleikum. Krauss hefur unnið tíu bardaga sem atvinnumaður í MMA. Eina tap hans var gegn hinum geysisterka John Hathaway en Krauss hafði þá verið frá keppni í tæpa 18 mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla. Krauss tapaði á dómaraúrskurði og hefur því aldrei verið stöðvaður á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Gunnar Nelson hefur verið við stífar æfingar undanfarnar vikur. Hann var meðal annars við æfingar hjá MMA-goðsögninni Renzo Gracie í New York og æfði þar meðal annars með Georges St-Pierre, UFC-meistaranum í veltivigt. Undanfarna daga hefur Gunnar hins vegar verið við æfingar hér heima ásamt keppnisliði bardagaklúbbsins Mjölnis. John Kavanagh, aðalþjálfari Gunnars og nýráðinn yfirþjálfari Mjölnis, hefur verið Gunnari innan handar en hann er margreyndur þjálfari í MMA. Bardagi Gunnars fer sem fyrr segir fram þann 29. september og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Gunnar á æfingu með keppnisliði Mjölnis sem og valin brot úr bardögum hans og Árna "úr járni" Ísakssonar. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, á heiðurinn af myndbandinu.
Innlendar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira