„Hvað ef þetta hefði verið Anders Breivik á upptökunni í Eyjum?" Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. ágúst 2012 12:16 Frá Herjólfsdal. Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira