Viljum vinna með lögreglu í svona málum - en verðum að fara eftir lögum Boði Logason skrifar 28. ágúst 2012 16:35 „Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim." Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við getum ekki tekið afstöðu út frá sakarefni. Nauðgun er hræðilegt fyrirbæri og við viljum gera allt til að aðstoða lögregluna í því að leysa svona mál. En við verðum að fara að lögum," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum sé ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í byrjun mánaðarins. Ætlaður gerandi sést ekki greinilega á myndbandsupptökum en hann sést þó tala í síma skömmu eftir að hið ætlaða brot hafi verið framið. Lögreglan fór á fram á það að símafyrirtækjunum á Íslandi væri skylt að veita upplýsingar um alla farsíma sem hringt var úr eða í á svæðinu á tilgreindum tíma. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Hæstiréttur úrskurðaði í gær að lögreglan mætti ekki fá gögnin frá Símanum. Hvort hin símafyrirtækin hafi látið lögregluna fá upplýsingar er óljóst að svo stöddu. Sævar Freyr segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið líti svo á að því sé skylt að bera kröfur sem þessar undir dómstóla. „Þar sem við vitum að Hæstiréttur hefur ítrekað hafnað beiðnum um slíkt. Í dómnum kemur skýrt fram að ef við hefðum látið gögnin af hendi væri það brot stjórnarskrárvörðum rétti á friðhelgi einkalífsins." Sævar Freyr segir málið snúast um löggjöfina hér á landi. „Við viljum vinna með lögreglu í öllum svona málum - en við verðum að fara eftir lögum. Til að láta svona beiðnir af hendi verður löggjafinn að gera nauðsynlegar breytingar. Lögin heimila okkur ekki alltaf að taka málin lengra. Okkur ber skylda að fara eftir þeim."
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira