Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga 1. júlí 2012 15:34 Einar Öder ásamt eiginkonu sinni og Glóðafeyki. Mynd / Eiðfaxi.is Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn. Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78. Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt. Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað. Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur. Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn 1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00 2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97 3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95 4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77 5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72 6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70 7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67 8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira