Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar 26. júní 2012 13:00 Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Örn Karlsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun