Stuðningsgrein: "Djöfull ertu heppinn!“ Ingimar Karl Helgason skrifar 26. júní 2012 17:00 Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun