Kosið um málefni eða traust? Stefán Gíslason skrifar 12. júní 2012 15:48 Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun