NBA: New York í stuði undir stjórn nýja þjálfarans | Spurs vann OKC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2012 11:00 Leikmenn New York fagna í nótt. Mynd/AP New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland. Tyson Chandler var með 16 stig og Jeremy Lin skoraði 13 stig þegar New York Knicks vann 115-100 sigur á Indiana Pacers en New York var annan leikinn í röð með yfirburðaforystu allan leikinn. JR Smith skoraði 16 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 12 stig. Darren Collison skoraði mest fyrir Indiana eða 15 stig. Tony Parker skoraði 25 stig og Tim Duncan var með 16 stig og 19 fráköst þegar San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder 114-105 en Spurs minnkaði þar með forskot Thunder á toppi Vesturdeildarinnar. San Antonio náði mest 27 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Russell Westbrook skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City og Kevin Durant var með 25 stig en OKC er enn með þriggja leikja forskot á Spurs. Miami Heat var næstum því búið að missa niður 29 stiga forystu í seinni hálfleik þegar liðið vann 84-78 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu. LeBron James var 29 stig (7 fráköst, 8 stoðsendingar) og Dwyane Wade skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Sixers með 13 stig. Þetta var fyrsti útisigur Miami í fimm leikjum.Mynd/APKobe Bryant skoraði 28 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Andrew Bynum var með 15 stig og 14 fráköst og Pau Gasol skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Lakers án Derek Fisher í byrjunarliðinu síðan snemma á árinu 2007. Kevin Love var með 27 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. LaMarcus Aldridge var með 21 stig og Wesley Matthews skoraði 18 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-89 útisigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið vann Miami kvöldið áður en lék án Derrick Rose eins og þá. Þetta var fyrsti leikur Portland eftir vorhreinsunina þar sem meðal annars þjálfarinn Nate McMillan var rekinn. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig og 14 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APPhiladelphia 76ers - Miami Heat 78-84 Orlando Magic - New Jersey Nets 86-70 New York Knicks - Indiana Pacers 115-100 Atlanta Hawks - Washington Wizards 102-88 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 89-100 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 110-114 (framlenging) Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 105-114 Phoenix Suns - Detroit Pistons 109-101 Sacramento Kings - Boston Celtics 120-95 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 97-92 Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 98-120 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
New York Knicks vann annan sannfærandi sigurinn í röð undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami var næstum því búið að missa niður 29 stiga forskot, San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder, Los Angeles Lakers vann Minnesota og Chicago Bulls tapaði óvænt fyrir Portland. Tyson Chandler var með 16 stig og Jeremy Lin skoraði 13 stig þegar New York Knicks vann 115-100 sigur á Indiana Pacers en New York var annan leikinn í röð með yfirburðaforystu allan leikinn. JR Smith skoraði 16 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 12 stig. Darren Collison skoraði mest fyrir Indiana eða 15 stig. Tony Parker skoraði 25 stig og Tim Duncan var með 16 stig og 19 fráköst þegar San Antonio Spurs vann Oklahoma City Thunder 114-105 en Spurs minnkaði þar með forskot Thunder á toppi Vesturdeildarinnar. San Antonio náði mest 27 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum. Russell Westbrook skoraði 36 stig fyrir Oklahoma City og Kevin Durant var með 25 stig en OKC er enn með þriggja leikja forskot á Spurs. Miami Heat var næstum því búið að missa niður 29 stiga forystu í seinni hálfleik þegar liðið vann 84-78 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu. LeBron James var 29 stig (7 fráköst, 8 stoðsendingar) og Dwyane Wade skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Evan Turner var stigahæstur hjá Sixers með 13 stig. Þetta var fyrsti útisigur Miami í fimm leikjum.Mynd/APKobe Bryant skoraði 28 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Andrew Bynum var með 15 stig og 14 fráköst og Pau Gasol skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Þetta var fyrsti leikur Lakers án Derek Fisher í byrjunarliðinu síðan snemma á árinu 2007. Kevin Love var með 27 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. LaMarcus Aldridge var með 21 stig og Wesley Matthews skoraði 18 stig þegar Portland Trail Blazers vann 100-89 útisigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið vann Miami kvöldið áður en lék án Derrick Rose eins og þá. Þetta var fyrsti leikur Portland eftir vorhreinsunina þar sem meðal annars þjálfarinn Nate McMillan var rekinn. Carlos Boozer var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig og 14 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APPhiladelphia 76ers - Miami Heat 78-84 Orlando Magic - New Jersey Nets 86-70 New York Knicks - Indiana Pacers 115-100 Atlanta Hawks - Washington Wizards 102-88 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 89-100 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 110-114 (framlenging) Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 105-114 Phoenix Suns - Detroit Pistons 109-101 Sacramento Kings - Boston Celtics 120-95 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 97-92 Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 98-120 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira