Íslenski boltinn

Alvöru endurkoma hjá stelpunum á móti Englandi | Telma með tvö í 3-2 sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Telma Hjaltalín Þrastardóttir.
Telma Hjaltalín Þrastardóttir. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta unnu frábæran 3-2 endurkomusigur á Englandi í vináttulandsleik á La Manga í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur liðsins í æfingaferð til Portúgals.

Íslenska landsliðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Noregi og Skotlandi og útlitið var ekki bjart í dag því enska liðið komst í 2-0 eftir 70 mínútna leik.

Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútunum í leiknum og tryggðu sér flottan sigur.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði fyrsta og þriðja markið og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í millitíðinni skallamark eftir aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur.

Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfar íslensku stelpurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×