NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 09:00 Tim Duncan og Tony Parker voru hvíldir í nótt. Mynd/AP Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira