NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 09:00 Tim Duncan og Tony Parker voru hvíldir í nótt. Mynd/AP Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira