Treyjunúmer Péturs og Shaq tekið úr umferð hjá Lakers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2012 00:44 Shaq og Kobe Bryant mynduðu svakalegt teymi hjá Lakers þrátt fyrir að vera sjaldnast skoðanabræður. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987. NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987.
NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15
NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00