Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2012 15:11 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira