Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2012 15:11 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira