Handbolti

Hlynur: Gott að losna við öskrin í Óskari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valsmenn fagna í kvöld.
Valsmenn fagna í kvöld. Mynd/Valli
Hlynur Morthens, markvörður Vals, sló á létta strengi eftir flottan sigur hans manna á toppliði Hauka í N1-deild karla í kvöld.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er einnig aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og var því fjarverandi í janúar á meðan EM í Serbíu fór fram. Heimir Ríkarðsson aðstoðarþjálfari sá um æfingar á meðan. Var svona gott að losna við kallinn?

„Það er alltaf gott að losna við öskrin í honum en þá tekur Heimir reyndar bara við. Að öllu gríni slepptu var þetta fínt frí sem við nýttum vel. Við ætlum í úrslitakeppnina og þá þurfum við að vinna bestu liðin eins og við gerðum í dag," sagði Hlynur en viðtal við hann og fleiri sem og umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×