Alexandría byggð á einum degi
Og það var gállinn á henni Birgittu Jónsdóttur alþingismanni í viðtali við Karl Blöndal í Sunnudagsmogganum 30. janúar síðastliðinn. Hún hefur eins og kunnugt er brugðið upp þeirri hugsýn að Ísland verði friðarhöfn fyrir hundeltar upplýsingar. Í fróðlegu spjalli reifar hún það mál, en einnig mjög mörg önnur sem snúa að miðlun upplýsinga.
Þannig verður á Íslandi endurreist hið víðfræga bókasafn í Alexandríu í nútímamynd sem stafræn upplýsingaveita. Græn orka verður notuð til að knýja gagnaver til að hýsa upplýsingar sem hrakist hafa frá öllum hornum veraldarinnar, enda „mikið litið til okkar um það". Hér verða sett á fót „nokkurs konar Nóbelsverðlaun á sviði upplýsingafrelsis" og síðast en ekki síst, mun „söguþjóðin fara rafrænt á netið með allt, sem komið hefur út á íslensku".
Góði auðmaðurinnLykilpersónan í þessu ævintýri er bandarískur auðmaður, Brewster Kahle, sem ætlar að fjármagna skönnun og birtingu allra útgefinna verka á íslensku og koma þeim á netið í nafni „Alexandríu nútímans".
Milligönguaðili í málinu er Landsbókasafn Íslands en þó það komi ekki mjög skýrt fram í viðtalinu hefur fyrirtæki Kahles, Internet Archivel verið í samstarfi við Landsbókasafnið um stafræna endurgerð íslenskra texta um nokkra hríð. Ekki kemur það heldur fram í máli Birgittu að áætlanir um skipulega færslu prentaðra texta á íslensku yfir á stafrænt form hafa fyrir löngu verið lagðar fram. Stjórn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns lagði síðast sumarið 2008 fram stefnumörkun um þessi mál að undangengnum fundum með ýmsum hagsmunaaðilum og sérfræðingum. Flestir kannast við afrakstur þessa starfs, timarit.is. Ef Herra Kahle er tilbúinn til að láta fjármuni af hendi rakna til að hrinda stefnumiðum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um frekari skönnun texta í framkvæmd ber að fagna því, en hlutverk Birgittu Jónsdóttur í því máli er óljóst.
Birgitta fræðir okkur einnig um að stefna ríkisstjórnarinnar „sé að gera allt rafrænt". Ekki er að sjá annað en það þýði einfaldlega að allt efni á íslensku verði sett út á netið leyfislaust í trássi við höfundarlög. Birgitta virðist sjá fyrir sér að íslenska ríkið og stofnanir þess reki fyrstu opinberu sjóræningjasíðu heimsins.
Í þessu sambandi má minna á að Birgitta hefur verið framarlega í flokki þeirra sem spyrnt hafa við fótum varðandi ítök erlendra fjárfesta í orkuframleiðslu. Það sé ólíðandi að erlendir fjárfestar komi hingað eins og hrægammar og hirði auðlindir þjóðarinnar fyrir lítið fé á erfiðum tímum. Þeim auðmönnum bendi ég nú á að ef þeir taka allt höfundarverk Halldórs Laxness og skella því endurgjaldslaust á netið standi þeim allar dyr opnar á Íslandi.
Rafræn miðlunFramtíð íslenskra texta á vefnum, möguleikarnir á að byggja upp útgáfu á rafrænu formi og þróa aðferðir til að virða höfundarlög og umbuna höfundarrétthöfum fyrir rafræna nýtingu á efni þeirra er mál sem snertir mjög marga. Langstærstur hluti af prentuðum textum á íslensku kom út á tuttugustu öld og því er fénýting þeirra, dreifing og útgáfa leyfisskyld samkvæmt höfundalögum.
Þau áform sem Birgitta segir Kahle hafa um „Alexandríu nútímans" eru nánast þau sömu og Google hafði um langt skeið en mistókst að koma í kring, ekki síst vegna hatrammrar baráttu evrópskra útgefenda og raunar einnig evrópskra ríkisstjórna. Menn lögðust gegn því að einkafyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði gæti búið til gagnagrunn yfir stóran hluta af textum heimsins og þannig slegið eign sinni á gríðarleg menningarverðmæti sem margar kynslóðir höfðu byggt upp á tugum þjóðtungna.
Fyrir sex árum lagði fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda í stjórn Fjölíss fram tillögu við menntamálaráðherra um að það yrði skoðað alvarlega að laga rafræna nýtingu innskannaðra texta að því líkani sem nú er notað til að umbuna fyrir ljósritun. Með því að skapa löglega umgjörð fyrir notkun þeirra má með auðveldum hætti fullnægja kröfum um að höfundarréttur sé virtur og þróa um leið varðveislu og miðlun á rafrænu sniði. Það er til lausn í málinu, en hún kostar að sjálfsögðu peninga.
Eins og jafnan þegar stjórnmálamenn ganga fram með dellu á vörum er kannski lítið annað að gera en að yppta öxlum yfir málflutningi Birgittu. Það er jú „gállinn á henni". Ef höfundarlög verða skipulega brotin af ríkisstjórinni og íslenskir höfundar og útgefendur rændir eigum sínum verður það leiðinlegt, en mikilvægara er þó að þjóðir heims munu horfa til Íslendinga og undrast að Alexandría nútímans verður knúin grænni orku.
Skoðun
Mögnum markþjálfun til framtíðar
Lella Erludóttir skrifar
Blekking Valkyrjanna
Högni Elfar Gylfason skrifar
Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran?
Ingólfur Shahin skrifar
Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Forvitni er lykillinn að framtíðinni
Árni Sigurðsson skrifar
Tölum endilega um staðreyndir
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Ekki meira bull, takk!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar
Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Yrkjum lífsgæði í Dölunum
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Átta hagnýt orkuverkefni
Björn Hauksson skrifar
Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Forgangsröðum forgangsröðun
Gylfi Ólafsson skrifar
Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd
Skúli Gunnar Sigfússon skrifar
Forseti ASÍ á skautum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar
Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar
Munu næstu fjögur ár nægja?
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Stórkostlega ungur
Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar
Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu
Sigvaldi Einarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra
Erna Guðmundsdóttir skrifar
Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn
Bjarki Oddsson skrifar
Helvítis væl alltaf í þessum kalli
Hólmgeir Baldursson skrifar
Þarf alltaf að vera vín?
Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar
Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni
Anton Guðmundsson skrifar
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara
Andri Þorvarðarson skrifar
„Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Þurr janúar. Er það ekki málið?
Árni Einarsson skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar