Ekki taka sénsinn – hávaði frá flugeldum 29. desember 2011 06:00 Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkallar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtappar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreistur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnarhlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikilvægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrnina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrnartaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella sprengingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikilvægt að viðhafa varúðarráðstafanir. Eyrað er margslungið, viðkvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virðingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerðingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstaklinga. Í hvert sinn sem einstaklingur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnarskerðingar af völdum hávaða. Einstaklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerðing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerðinguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum tilfellum er hægt að draga úr skaðanum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun