Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. desember 2011 06:00 Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar