Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi Smári McCarthy skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun