Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun