Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði 8. nóvember 2011 06:00 Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun