Fötin og sálin urðu óhrein 8. nóvember 2011 06:00 Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun