Fötin og sálin urðu óhrein 8. nóvember 2011 06:00 Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun