Dýr sparnaður Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Paul Nikolov og aðra forláts sem ég kann að hafa sært með orðalagi mínu. Geri ég það hér með. Okkur ber öllum að varast alhæfingar og ég efa ekki að slíkt hafi hent mig í því stutta sjónvarpsspjalli sem vísað er til. Í ljósi þess að umræða um þessi mál mun að líkindum fara vaxandi á næstunni, tel ég rétt að halda hér stuttlega til haga megininntaki þeirra sjónarmiða er ég tel skipta máli. Þá vil ég undirstrika mikilvægi þess að unnt sé að ræða alþjóðlega glæpastarfsemi án þess að vera sakaður um kynþáttafordóma. Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir. Það er því e.t.v. lán í óláni, svo fáránlega sem það kann að hljóma, að glæpagengi annarra Evrópuþjóða hafa þegar sammælst um að skipta íslensku undirheimakökunni milli sín, hvað sem síðar kann að verða. Flestir ættu að geta sammælst um að vopnað tugmilljóna króna rán í miðborg Reykjavíkur gefi fullt tilefni til vitundarvakningar, umræðna og viðbragða um þróun og eðli glæpastarfsemi á Íslandi. Góðu fréttirnar eru a.m.k. þær að þýfið úr því ráni, sem hér er til umræðu, hefur fundist og eftirlitsmyndavélum á Laugavegi og víðar verður nú fjölgað til muna. Fjölsóttasta svæði Íslands er miðborg Reykjavíkur. Hagkerfi miðborgarinnar nemur hátt í þrjú hundruð milljörðum króna. Hér skulu ítrekuð eindregin tilmæli um að a.m.k. tveir fótgangandi lögreglumenn séu ávallt sýnilegir í miðborginni líkt og í öðrum miðborgum, rétt eins og Reykvíkingar áttu að venjast til skamms tíma. Jafnframt skal hér opinberlega skorað á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja, hvaðan sem þau koma. Það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen. Það verður líka að teljast harla undarlegt að við brottför frá landinu starfar stór hópur fólks við að gegnumlýsa mann hátt og lágt, skólausan og fáklæddan, en við komu til landsins eru í besta falli tveir syfjulegir landamæraverðir að gjóa á mann því auganu sem betur er vakandi. Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins. Allar þjóðir heims þurfa hver með sínum hætti að standa vaktina gegn glæpasamtökum sem fara markvisst á milli þjóðlanda í leit að verðmætum, ógnandi öryggi almennings. Ísland virðist auðveld bráð í augum slíkra hópa – enn sem komið er. Við skulum einnig gæta þess að gera skýran greinarmun á umræðum um tilteknar þjóðir og umræðum um glæpagengi tiltekinna þjóða. Þó að ímynd Íslands hafi beðið hnekki eftir fjármálabrölt nokkurra einstaklinga í útlöndum, dettur fáum heilvita mönnum í hug að fordæma þjóðina sem heild fyrir slíkt. Sama gildir um aðrar þjóðir. Mafíustarfsemi á Ítalíu er til dæmis löngu alræmd en engu að síður sækir fjöldi Íslendinga þessa ágætu þjóð heim á hverju ári og hefur á henni mjög góðan þokka. Við skulum forðast alhæfingar og gæta háttvísi og tillitssemi í skoðanaskiptum okkar um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar verður að ræða þau af hreinskilni og hispursleysi og síst af öllu reyna að þagga þau niður á tímum vaxandi glæpastarfsemi á Íslandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar