Við og dýrin 12. október 2011 06:00 Mannleg reisn er sögð koma fram í umgengni við dýr. Mannúð sömuleiðis. Á ferðum sl. vetur sá ég horuð hross híma án skjóls í freðnum úthaga. Veit reyndar að slíkt er undantekning en ekki regla. Ég hef mætt troðfullum flutningabílnum sem aka þarf mörg hundruð kílómetra með sláturfé vegna hagræðingar í þeim geira. Ég hef séð skelfilegar myndir í íslensku sjónvarpi af meðferð sláturdýra í útlöndum. Eitt sinn átti ég orðastað við refaskyttu sem elti dýrin á snjósleða og ók yfir þau. Ekki steypi ég þessu öllu í einn stamp sem einhverri ákæru, heldur vegna þess að dæmin hafa lengi vakið mig til umhugsunar. Tími til kominnTími er til þess kominn að ekki verði aðeins hægt að rekja kjötafurðir til ábyrgs framleiðanda, þ.e. bóndans eða búsins. Líka á að vera hægt að sýna fram á eða votta að við uppvöxt og slátrun dýra sé álag á þau ásamt aðferðinni við flutning og aflífun í samræmi við fyllstu mannúð. Þetta er verðugt verkefni handa samtökum bænda og sláturleyfishafa. Tími er til þess kominn að viðurkenna að ætli menn að hafa umtalsverð áhrif á stofnstærð í dýraríkinu og halda stofni við ákveðið mark, þarf að deyða mjög stóran hóp. Líffræðingar nefna 10-30%, ef mig minnir rétt, allt eftir dýrategund. Nærtækt dæmi er íslenski hreindýrastofninn. Tal um að afar takmarkaðar veiðar á t.d. hvölum eða sel (sem hefur fækkað mjög án umtalsverðs veiðiálags) séu leið til að hamla fæðuöflun skepna stenst ekki rýni. Ætli menn t.d. að fækka hrefnu að marki eða afmarka t.d. hálfan núverandi stofn, þyrfti að deyða þvílíkan fjölda að engu tali tæki; hvað þá ef menn héldu sig þess umkomna að fara eins að við önnur sjávarspendýr. Tími er til kominn að menn láti af drápum á friðuðum fuglum eða fuglum á válista. Allir sem hafa umgengist skotvopn að einhverju marki þekkja dæmi þessa. Oftar en ekki er um algenga ránfugla að ræða en líka aðra stóra fugla svo sem álftir. Og þess utan smyrla, uglur, fálka og jafnvel erni. Einhverjir gera þetta „að gamni sínu” en aðrir telja sig vera að vernda aðra fugla eða nytjavarp. Fátt annað er til ráða en að biðja fuglunum griða og höfða til mannlegrar reisnar þess sem á vopninu heldur. Annað mál er að e.t.v. mætti leyfa veiðar á fuglum sem eru nú óheimilar. Tími er til þess kominn að taka upp veiðikvóta í laxveiðiám í stað þess að sleppa veiddum fiski. Ástæðurnar eru tvíþættar. Það er ónærgætni við bráð að takast á við hana í þeim tilgangi að skemmta sjálfum sér. Engum dytti í hug að snara hreindýr og stimpast við það í langa stund og sleppa svo dýrinu. Engum dytti í hug að læðast að gæsum til að skjóta í þær deyfilyfi og sleppa þeim síðan. Sú hugmyndafræði að sleppa veiddum laxi er í litlu samræmi við grunngildi veiða: Yfirvegun í samvirkni manns, bráðar og náttúru við að afla matar á sjálfbæran hátt. Hin ástæðan er auðvitað sú staðreynd að lítið er vitað um örlög laxfisks sem hefur verið þreyttur með krækju einhvers staðar í skrokknum. Rannsóknir á sjávarafla við krókaveiðar benda til 30-50% affalla við sleppingu. Og tófan…Tími er til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu. Sú undarlega kenning er á lofti að rándýr fjölgi sér ótæpilega sé þeim ekki eytt að verulegu marki. Þetta er rangt; þ.e. innan tiltekins vistkerfis sem fær að þróast eðlilega. Við landnám vomuðu ekki þúsund ernir yfir þögulu landi, tugþúsund svangir refir eigruðu ekki um fuglalaus svæði og þúsundir háhyrninga syntu ekki um fiskilaust landgrunn. Ástæðan er einföld. Stofnar leita innbyrðis jafnvægis og rándýr eru óðalsdýr sem helga sér tiltekið svæði. Hve mörg refapör ætli séu í gæsafylltum Þjórsárverum og hve langt ætli sé milli þekktra arnarvarpsstaða, gamalla og nýrra? Snemma á búsetuöldum voru hér á að giska 200-300 arnarpör og allmörg þúsund refapör. Við höfum orðið að þola skyndilega aðkomu minksins sem breytti jafnvæginu í vistkerfum. En aðrir umhverfisþættir, svo sem breytt byggðamynstur, fleira fólk, skotveiði, margs konar mannvirki, umferð, aukið álag á farfuglastofna utanlands og staðbundin fjölgun refa, koma líka við sögu. Með það í huga er fráleitt að kenna einni fugla- eða dýrategund um hrun í lífríki í landinu í heild eða veifa vopnum t.d. með orðum um að nú sé refur, kjói, sílamáfur eða eitthvert annað rándýr orðið að faraldri og um það bil að útrýma einhverjum fuglastofninum. Því miður hafa miskunnarlaus rándýradráp og aukin landþrengsli gengið allt of nærri eða útrýmt mörgum helstu rándýrastofnum Evrópu og þar eru víti að varast. Sambýli náttúrunytjafólks og rándýra í fullum rétti á að vera kleift án alls vargatalsins sem er hvorki byggt á mannúð né yfirvegun. Ég hef kynnst refaveiðum og séð dýrbitin lömb en hvorugt fær mig til að horfa framhjá skynsamlegri sambúð manna og refa í landinu. Efalítið eru margir mér ósammála en þá eru umræður til alls fyrstar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mannleg reisn er sögð koma fram í umgengni við dýr. Mannúð sömuleiðis. Á ferðum sl. vetur sá ég horuð hross híma án skjóls í freðnum úthaga. Veit reyndar að slíkt er undantekning en ekki regla. Ég hef mætt troðfullum flutningabílnum sem aka þarf mörg hundruð kílómetra með sláturfé vegna hagræðingar í þeim geira. Ég hef séð skelfilegar myndir í íslensku sjónvarpi af meðferð sláturdýra í útlöndum. Eitt sinn átti ég orðastað við refaskyttu sem elti dýrin á snjósleða og ók yfir þau. Ekki steypi ég þessu öllu í einn stamp sem einhverri ákæru, heldur vegna þess að dæmin hafa lengi vakið mig til umhugsunar. Tími til kominnTími er til þess kominn að ekki verði aðeins hægt að rekja kjötafurðir til ábyrgs framleiðanda, þ.e. bóndans eða búsins. Líka á að vera hægt að sýna fram á eða votta að við uppvöxt og slátrun dýra sé álag á þau ásamt aðferðinni við flutning og aflífun í samræmi við fyllstu mannúð. Þetta er verðugt verkefni handa samtökum bænda og sláturleyfishafa. Tími er til þess kominn að viðurkenna að ætli menn að hafa umtalsverð áhrif á stofnstærð í dýraríkinu og halda stofni við ákveðið mark, þarf að deyða mjög stóran hóp. Líffræðingar nefna 10-30%, ef mig minnir rétt, allt eftir dýrategund. Nærtækt dæmi er íslenski hreindýrastofninn. Tal um að afar takmarkaðar veiðar á t.d. hvölum eða sel (sem hefur fækkað mjög án umtalsverðs veiðiálags) séu leið til að hamla fæðuöflun skepna stenst ekki rýni. Ætli menn t.d. að fækka hrefnu að marki eða afmarka t.d. hálfan núverandi stofn, þyrfti að deyða þvílíkan fjölda að engu tali tæki; hvað þá ef menn héldu sig þess umkomna að fara eins að við önnur sjávarspendýr. Tími er til kominn að menn láti af drápum á friðuðum fuglum eða fuglum á válista. Allir sem hafa umgengist skotvopn að einhverju marki þekkja dæmi þessa. Oftar en ekki er um algenga ránfugla að ræða en líka aðra stóra fugla svo sem álftir. Og þess utan smyrla, uglur, fálka og jafnvel erni. Einhverjir gera þetta „að gamni sínu” en aðrir telja sig vera að vernda aðra fugla eða nytjavarp. Fátt annað er til ráða en að biðja fuglunum griða og höfða til mannlegrar reisnar þess sem á vopninu heldur. Annað mál er að e.t.v. mætti leyfa veiðar á fuglum sem eru nú óheimilar. Tími er til þess kominn að taka upp veiðikvóta í laxveiðiám í stað þess að sleppa veiddum fiski. Ástæðurnar eru tvíþættar. Það er ónærgætni við bráð að takast á við hana í þeim tilgangi að skemmta sjálfum sér. Engum dytti í hug að snara hreindýr og stimpast við það í langa stund og sleppa svo dýrinu. Engum dytti í hug að læðast að gæsum til að skjóta í þær deyfilyfi og sleppa þeim síðan. Sú hugmyndafræði að sleppa veiddum laxi er í litlu samræmi við grunngildi veiða: Yfirvegun í samvirkni manns, bráðar og náttúru við að afla matar á sjálfbæran hátt. Hin ástæðan er auðvitað sú staðreynd að lítið er vitað um örlög laxfisks sem hefur verið þreyttur með krækju einhvers staðar í skrokknum. Rannsóknir á sjávarafla við krókaveiðar benda til 30-50% affalla við sleppingu. Og tófan…Tími er til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu. Sú undarlega kenning er á lofti að rándýr fjölgi sér ótæpilega sé þeim ekki eytt að verulegu marki. Þetta er rangt; þ.e. innan tiltekins vistkerfis sem fær að þróast eðlilega. Við landnám vomuðu ekki þúsund ernir yfir þögulu landi, tugþúsund svangir refir eigruðu ekki um fuglalaus svæði og þúsundir háhyrninga syntu ekki um fiskilaust landgrunn. Ástæðan er einföld. Stofnar leita innbyrðis jafnvægis og rándýr eru óðalsdýr sem helga sér tiltekið svæði. Hve mörg refapör ætli séu í gæsafylltum Þjórsárverum og hve langt ætli sé milli þekktra arnarvarpsstaða, gamalla og nýrra? Snemma á búsetuöldum voru hér á að giska 200-300 arnarpör og allmörg þúsund refapör. Við höfum orðið að þola skyndilega aðkomu minksins sem breytti jafnvæginu í vistkerfum. En aðrir umhverfisþættir, svo sem breytt byggðamynstur, fleira fólk, skotveiði, margs konar mannvirki, umferð, aukið álag á farfuglastofna utanlands og staðbundin fjölgun refa, koma líka við sögu. Með það í huga er fráleitt að kenna einni fugla- eða dýrategund um hrun í lífríki í landinu í heild eða veifa vopnum t.d. með orðum um að nú sé refur, kjói, sílamáfur eða eitthvert annað rándýr orðið að faraldri og um það bil að útrýma einhverjum fuglastofninum. Því miður hafa miskunnarlaus rándýradráp og aukin landþrengsli gengið allt of nærri eða útrýmt mörgum helstu rándýrastofnum Evrópu og þar eru víti að varast. Sambýli náttúrunytjafólks og rándýra í fullum rétti á að vera kleift án alls vargatalsins sem er hvorki byggt á mannúð né yfirvegun. Ég hef kynnst refaveiðum og séð dýrbitin lömb en hvorugt fær mig til að horfa framhjá skynsamlegri sambúð manna og refa í landinu. Efalítið eru margir mér ósammála en þá eru umræður til alls fyrstar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun