Stokkhólmssamningurinn 10 ára Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna. Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum, og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið. Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra. Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur, s.s. díeldrín, endrín og DDT, og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. díoxín, fúran og PCB. Árið 2009 bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður, sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þær safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, endósúlfan, sem er skordýraeitur. Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni. Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð, enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér, með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu, sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu. Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar. Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfi. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt er að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun