Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. október 2011 06:00 Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot. En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýríkis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki? Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlunÝmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati. Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér. Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef Samtök atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið. Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður. Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, samanber til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun