Ofbeldi á alþingi? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 6. október 2011 06:00 Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar