Frambjóðendur á Guðs vegum 1. október 2011 21:00 Í bljúgri bæn Rick Perry segir sjálfan Guð hafa hvatt sig til að sækjast eftir útnefningu repúblikana til forsetakosninganna á næsta ári. Skömmu áður en hann kunngerði framboð sitt fór hann fyrir 30.000 manns á bænasamkomu í Texas. Fréttablaðið/AP Þrátt fyrir að kannanir meðal almennings í Bandaríkjunum sýni að flestir séu þeirrar skoðunar að brýnustu verkefni í bandarískum stjórnmálum lúti að efnahagsmálum og atvinnulífi hefur engu að síður lengi verið sterk skírskotun til trúarmála í málflutningi þarlendra stjórnmálamanna. Óvíða kemur þessi tilhneiging skýrar fram en í forvali Repúblikanaflokksins sem fer fram um þessar mundir. Þó að fyrstu prófkjörin fari ekki fram fyrr en eftir fjóra mánuði og forsetaframbjóðandi verði ekki útnefndur fyrr en eftir um það bil ár er slagurinn hafinn fyrir margt löngu og línur teknar að skýrast um hver það verður sem mun leggja í Barack Obama forseta í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Helstu nöfnin í baráttunni að þessu sinni eru Mitt Romney, Rick Perry og Michelle Bachmann, sem hefur að vísu dalað í fylgi síðustu vikur, eftir að Perry fór að blanda sér í slaginn. Þar fyrir utan eru menn eins og frjálshyggjumaðurinn staðfasti Ron Paul, Herman Cain, Newt Gingrich, John Huntsman og Rick Santorum. Tim Pawlenty hefur þegar dregið sig úr keppni og enn er óvíst hvort Sarah Palin lætur af því verða að bjóða sig fram. Margvísleg málefni tengjast trúMálefni tengd trú eru fjölmörg á pólitíska sviðinu vestan hafs. Þó að þau snúist ekki beint um texta Biblíunnar er um ýmis umdeild samfélagsleg mál að ræða sem hafa orðið að bitbeini milli íhaldssamra kristinna og frjálslyndara fólks. Þar má nefna hjónabönd samkynhneigðra, sem eru eitur í beinum heittrúarmanna, en líka rétt samkynhneigðra hermanna til að tjá sig opinskátt um líf sitt. Þá er deilt harkalega um rétt kvenna til fóstureyðinga og nýjasta dæmið er kenningar um sköpun heimsins og mannskepnunnar, það er hvor sé réttari, þróunarkenningin eða sköpunarsaga Biblíunnar. Slokknaði á eldhuganumBachmann hefur vakið hvað mesta athygli fyrir orð sín og gjörðir það sem af er. Hún hefur alla tíð verið mjög opinská um trú sína og segir framboð sitt vera vegna köllunar að ofan. Sá sem þar situr vill greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig því að Perry segist líka bjóða sig fram að frumkvæði Drottins. Bachmann var um tíma talin líkleg til að veita Romney harða samkeppni um útnefninguna, eftir að hafa komið vel út úr könnun í Iowa-ríki, en fylgið hefur hrunið af henni eftir að Perry steig fram. Hún hefur nú endurskipulagt baráttu sína og hefur sett trúmál enn frekar á oddinn. Hún er einlæg baráttukona gegn hjónaböndum samkynhneigðra og fóstureyðingum og segir að þróunarkenning Darwins eigi að vera kennd jafnhliða sköpunarsögu Biblíunnar og nemendur eigi að taka sína eigin upplýstu ákvörðun í framhaldinu. Þá hefur eiginmaður hennar starfrækt eins konar meðferðarstöð þar sem meðal annars virðist vera boðið upp á meðferð gegn samkynhneigð. Gloppótt þróunarkenningPerry er ekki síður á þessari línu en það má nefna að skömmu áður en hann tilkynnti um framboð sitt stýrði hann heljarinnar bænasamkomu í heimaríki sínu Texas þar sem hann leiddi 30.000 manns í bæn. Hann er einnig efins um þróunarkenningu Darwins, sem hann segir vera „gloppótta", og þó að hann segist ekkert vera á móti samkynhneigðum er hann samt persónulega andsnúinn því að þeir fái að ganga í hjónaband. Santorum er enn einn sanntrúarmaðurinn, en á ferli sínum, meðal annars sem öldungadeildarþingmaður, hefur hann meðal annars líkt kynlífi samkynhneigðra við dýraníð. Sú afstaða hefur þó ekki haft jákvæð áhrif á fylgi hans og er afar ólíklegt að hann muni blanda sér í toppbaráttuna. Tvístígandi hófsemdarmennHinir frambjóðendurnir taka ef til vill síður afgerandi afstöðu en hafa engu að síður allir lýst því yfir að þeir séu trúaðir og Guð hafi haft áhrif á líf þeirra. Það sem allir frambjóðendur eiga sammerkt er að þeir vilja tryggja sér fylgi íhaldssamra grasrótarsamtaka. Teboðshreyfingin er þar langsterkust, en samkvæmt nýlegri könnun kemur í ljós að fylgjendur hennar leggja áherslu að að kjörnir fulltrúar séu afar trúaðir og að mál tengd trú séu framarlega í pólitískri umræðu. Vafasamt er þó að einblína á Teboðshreyfinguna, því að þó að hún sé afar sterk innan Repúblikanaflokksins gæti of hörð staða í ofangreindum málum kostað mikið fylgi hjá hófsömu miðjufólki þegar prófkjörin eru að baki og slagurinn við Obama um óháðu kjósendurna hefst. Í sömu könnun og vísað var til hér að ofan kemur nefnilega líka í ljós að vaxandi meirihluti almennings vill alls ekki blanda trúmálum og stjórnmálum saman. Því verður fróðlegt að fylgjast með línudansinum sem fram undan er næsta árið, þar sem frambjóðendur munu kappkosta við að afla sér fylgis á sem breiðustum grundvelli án þess þó að styggja kristna íhaldið. Fréttir Tengdar fréttir Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. 1. október 2011 03:00 Perry og Romney leiða hópinn Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni. 1. október 2011 00:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
Þrátt fyrir að kannanir meðal almennings í Bandaríkjunum sýni að flestir séu þeirrar skoðunar að brýnustu verkefni í bandarískum stjórnmálum lúti að efnahagsmálum og atvinnulífi hefur engu að síður lengi verið sterk skírskotun til trúarmála í málflutningi þarlendra stjórnmálamanna. Óvíða kemur þessi tilhneiging skýrar fram en í forvali Repúblikanaflokksins sem fer fram um þessar mundir. Þó að fyrstu prófkjörin fari ekki fram fyrr en eftir fjóra mánuði og forsetaframbjóðandi verði ekki útnefndur fyrr en eftir um það bil ár er slagurinn hafinn fyrir margt löngu og línur teknar að skýrast um hver það verður sem mun leggja í Barack Obama forseta í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Helstu nöfnin í baráttunni að þessu sinni eru Mitt Romney, Rick Perry og Michelle Bachmann, sem hefur að vísu dalað í fylgi síðustu vikur, eftir að Perry fór að blanda sér í slaginn. Þar fyrir utan eru menn eins og frjálshyggjumaðurinn staðfasti Ron Paul, Herman Cain, Newt Gingrich, John Huntsman og Rick Santorum. Tim Pawlenty hefur þegar dregið sig úr keppni og enn er óvíst hvort Sarah Palin lætur af því verða að bjóða sig fram. Margvísleg málefni tengjast trúMálefni tengd trú eru fjölmörg á pólitíska sviðinu vestan hafs. Þó að þau snúist ekki beint um texta Biblíunnar er um ýmis umdeild samfélagsleg mál að ræða sem hafa orðið að bitbeini milli íhaldssamra kristinna og frjálslyndara fólks. Þar má nefna hjónabönd samkynhneigðra, sem eru eitur í beinum heittrúarmanna, en líka rétt samkynhneigðra hermanna til að tjá sig opinskátt um líf sitt. Þá er deilt harkalega um rétt kvenna til fóstureyðinga og nýjasta dæmið er kenningar um sköpun heimsins og mannskepnunnar, það er hvor sé réttari, þróunarkenningin eða sköpunarsaga Biblíunnar. Slokknaði á eldhuganumBachmann hefur vakið hvað mesta athygli fyrir orð sín og gjörðir það sem af er. Hún hefur alla tíð verið mjög opinská um trú sína og segir framboð sitt vera vegna köllunar að ofan. Sá sem þar situr vill greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig því að Perry segist líka bjóða sig fram að frumkvæði Drottins. Bachmann var um tíma talin líkleg til að veita Romney harða samkeppni um útnefninguna, eftir að hafa komið vel út úr könnun í Iowa-ríki, en fylgið hefur hrunið af henni eftir að Perry steig fram. Hún hefur nú endurskipulagt baráttu sína og hefur sett trúmál enn frekar á oddinn. Hún er einlæg baráttukona gegn hjónaböndum samkynhneigðra og fóstureyðingum og segir að þróunarkenning Darwins eigi að vera kennd jafnhliða sköpunarsögu Biblíunnar og nemendur eigi að taka sína eigin upplýstu ákvörðun í framhaldinu. Þá hefur eiginmaður hennar starfrækt eins konar meðferðarstöð þar sem meðal annars virðist vera boðið upp á meðferð gegn samkynhneigð. Gloppótt þróunarkenningPerry er ekki síður á þessari línu en það má nefna að skömmu áður en hann tilkynnti um framboð sitt stýrði hann heljarinnar bænasamkomu í heimaríki sínu Texas þar sem hann leiddi 30.000 manns í bæn. Hann er einnig efins um þróunarkenningu Darwins, sem hann segir vera „gloppótta", og þó að hann segist ekkert vera á móti samkynhneigðum er hann samt persónulega andsnúinn því að þeir fái að ganga í hjónaband. Santorum er enn einn sanntrúarmaðurinn, en á ferli sínum, meðal annars sem öldungadeildarþingmaður, hefur hann meðal annars líkt kynlífi samkynhneigðra við dýraníð. Sú afstaða hefur þó ekki haft jákvæð áhrif á fylgi hans og er afar ólíklegt að hann muni blanda sér í toppbaráttuna. Tvístígandi hófsemdarmennHinir frambjóðendurnir taka ef til vill síður afgerandi afstöðu en hafa engu að síður allir lýst því yfir að þeir séu trúaðir og Guð hafi haft áhrif á líf þeirra. Það sem allir frambjóðendur eiga sammerkt er að þeir vilja tryggja sér fylgi íhaldssamra grasrótarsamtaka. Teboðshreyfingin er þar langsterkust, en samkvæmt nýlegri könnun kemur í ljós að fylgjendur hennar leggja áherslu að að kjörnir fulltrúar séu afar trúaðir og að mál tengd trú séu framarlega í pólitískri umræðu. Vafasamt er þó að einblína á Teboðshreyfinguna, því að þó að hún sé afar sterk innan Repúblikanaflokksins gæti of hörð staða í ofangreindum málum kostað mikið fylgi hjá hófsömu miðjufólki þegar prófkjörin eru að baki og slagurinn við Obama um óháðu kjósendurna hefst. Í sömu könnun og vísað var til hér að ofan kemur nefnilega líka í ljós að vaxandi meirihluti almennings vill alls ekki blanda trúmálum og stjórnmálum saman. Því verður fróðlegt að fylgjast með línudansinum sem fram undan er næsta árið, þar sem frambjóðendur munu kappkosta við að afla sér fylgis á sem breiðustum grundvelli án þess þó að styggja kristna íhaldið.
Fréttir Tengdar fréttir Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. 1. október 2011 03:00 Perry og Romney leiða hópinn Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni. 1. október 2011 00:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. 1. október 2011 03:00
Perry og Romney leiða hópinn Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni. 1. október 2011 00:01