Fjölmiðlar hvetja til eineltis 29. september 2011 06:00 Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun