Samræmd könnunarpróf á réttardaginn – villa nútímans Ágúst Ólason skrifar 29. september 2011 06:00 Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haustdögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. Samræmd próf eru ekki ný af nálinni. Þau komu fyrst fram árið 1929 og hafa alla tíð síðan verið bitbein þeirra sem láta sig málið varða. Árið 1977 fengu samræmdu prófin á sig þá mynd, sem við sem veltumst í umræðu skólamála nútíðar, þekkjum best. Þá urðu þau nokkurskonar inngangspróf í framhaldsskólana og um leið mælitæki á námsárangur nemenda í 10. bekk. Árið 1995 var svo einnig byrjað að prófa nemendur í 4. og 7. bekk. Það gerðist svo árið 2009 að þeim var breytt í núverandi form sem felst í því að þau eru nú samræmd könnunarpróf. Það er ekki meining þess sem hér ritar að taka sérstaka afstöðu til markmiða eða hlutverka þessara prófa. Til þess þyrfti hann of mörg orð. Hér langar ritara að velta fyrir sér tímasetningu prófanna og það af gefnu tilefni. Til útskýringar er á það bent að ritari hafði vistaskipti á síðastliðnu sumri. Þá hvarf hann frá starfi aðstoðarskólastjóra í einum af nýjustu skólum Reykjavíkur og tók við starfi skólastjóra í gamalgrónum sveitaskóla norður í Varmahlíð. Þau vistaskipti hafa haft í för með sér umtalsverðan viðhorfaþroska sem fært hefur viðkomandi á nýjan útsýnisstað í skoðunum á lífi, tilveru og skólastarfi almennt. Sú menning sem ritari lifir nú í mótar sterklega skólamenningu sveitaskólans sem og skólabrag hans. Undanfarnar vikur hér um slóðir hafa einkennst af því að nemendur hafa verið þátttakendur í þeim störfum sem nauðsynlegt er að sinna í sveitinni og eru grunnur að lífsviðurværi margra fjölskyldna. Heyskapur hefur allsstaðar farið seinna af stað eins og alþekkt er sökum óblíðrar veðráttu og flestir bændur eru á þessum dögum að ná inn Hánni. Það hefur svo orsakað þá óvenjulegu stöðu að bændur og búalið hafa þurft að hverfa frá ókláruðum heyskap inn á hálendi í göngur. Þar hefur fé og hrossum verið safnað saman og búfénaðurinn rekinn í réttir með öllu tilheyrandi. Nemendur sveitaskólans hafa eins og aðrir nemendur mætt í skólann sinn eftirvæntingarfullir vel fyrir höfuðdag eins og til er ætlast. Um leið eru þeir fullir ábyrgðar gagnvart störfunum heima við. Þeir hafa alist upp við að leggja sitt af mörkum og margir þeirra búa yfir eftirtektarverðum áhuga á hverju því sem tekist er á við. Það er því fleira en skólinn sem skiptir þá máli og ljóst að þeir búa yfir margvíslegum sterkum hliðum sem klárlega eru þeim til framdráttar í skóla og námi. Ein þeirra er sú ríka ábyrgðartilfinning sem þeir búa yfir. Mitt í þessu annríki öllu, göngum og réttum daga og nætur á nýliðnum dögum, kemur sending af malbikinu í Reykjavík sem inniheldur samræmd könnunarpróf. Þau skulu lögð fyrir eftir kúnstarinnar reglum eins og lög gera ráð fyrir og það á sjálfan réttardaginn. Vansælir koma nemendur gnístandi tönnum í skólann þessa morgna, sumir í fylgd foreldra, til að takast á við verkefnið sem skólanum er ætlað að framfylgja. Fullir ábyrgðar en annars hugar ganga þeir til stofu og sinna sínu. Árangurinn, sem ætlað er að vera leiðbeinandi fyrir áherslur vetrarins í námi, kemur svo með pósti daginn sem nemendur fara heim í jólafríið! Aldrei fyrr hefur ritara þessara orða orðið eins áþreifanlega ljóst hversu veruleiki malbiksins er langt frá veruleika sveitarinnar. Nú er mál að þeir sem setja fram þessa fáránlegu tímasetningu taki sig saman í andlitinu og stuðli að því að nemendur um land allt sitji við sama borð. Að þeim sé gert kleift að takast á við þetta verkefni af heilum hug og án þess að hafa áhyggjur af því sem verulega skiptir máli í lífi þeirra, afkomu og framtíð. Það má takast á um það hvaða tími er heppilegastur til þess arna en við svo búið má ekki una. Ritari þessara orða skorar á alla þá sem lesa að leggja því lið að þessi viðhorf nái eyrum og augum þeirra sem megnugir eru að breyta. Sú breyting mun einungis verða til þess fallin að nemendur, í sveit og borg, fái það tækifæri að leggja sig heilshugar fram. Ekki er fjarri lagi að draga megi þá ályktun að auknir möguleikar verði á betri útkomu úr samræmdum könnunarprófum en hér hefur áður sést. Það er ekki svo lítið markmið né ómerkilegt og myndi án efa gleðja ómælt þá sem að þessum nemendum standa, þ.e. foreldra, starfsfólk skóla, fræðsluyfirvöld sem og ráðamenn lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um samræmd próf. Þeim sem hér ritar er mikið niðri fyrir á þessum haustdögum þegar ungmenni grunnskólanna í 10., 7. og 4. bekk takast á við þetta viðfangsefni. Varla eru liðnar fjórar vikur frá skólasetningu sem nemendur og starfsfólk skólanna hafa notað til að koma sér fyrir, draga fram námsefni, setja sér markmið og gera áætlanir fyrir skólastarf komandi vetrar. Samræmd próf eru ekki ný af nálinni. Þau komu fyrst fram árið 1929 og hafa alla tíð síðan verið bitbein þeirra sem láta sig málið varða. Árið 1977 fengu samræmdu prófin á sig þá mynd, sem við sem veltumst í umræðu skólamála nútíðar, þekkjum best. Þá urðu þau nokkurskonar inngangspróf í framhaldsskólana og um leið mælitæki á námsárangur nemenda í 10. bekk. Árið 1995 var svo einnig byrjað að prófa nemendur í 4. og 7. bekk. Það gerðist svo árið 2009 að þeim var breytt í núverandi form sem felst í því að þau eru nú samræmd könnunarpróf. Það er ekki meining þess sem hér ritar að taka sérstaka afstöðu til markmiða eða hlutverka þessara prófa. Til þess þyrfti hann of mörg orð. Hér langar ritara að velta fyrir sér tímasetningu prófanna og það af gefnu tilefni. Til útskýringar er á það bent að ritari hafði vistaskipti á síðastliðnu sumri. Þá hvarf hann frá starfi aðstoðarskólastjóra í einum af nýjustu skólum Reykjavíkur og tók við starfi skólastjóra í gamalgrónum sveitaskóla norður í Varmahlíð. Þau vistaskipti hafa haft í för með sér umtalsverðan viðhorfaþroska sem fært hefur viðkomandi á nýjan útsýnisstað í skoðunum á lífi, tilveru og skólastarfi almennt. Sú menning sem ritari lifir nú í mótar sterklega skólamenningu sveitaskólans sem og skólabrag hans. Undanfarnar vikur hér um slóðir hafa einkennst af því að nemendur hafa verið þátttakendur í þeim störfum sem nauðsynlegt er að sinna í sveitinni og eru grunnur að lífsviðurværi margra fjölskyldna. Heyskapur hefur allsstaðar farið seinna af stað eins og alþekkt er sökum óblíðrar veðráttu og flestir bændur eru á þessum dögum að ná inn Hánni. Það hefur svo orsakað þá óvenjulegu stöðu að bændur og búalið hafa þurft að hverfa frá ókláruðum heyskap inn á hálendi í göngur. Þar hefur fé og hrossum verið safnað saman og búfénaðurinn rekinn í réttir með öllu tilheyrandi. Nemendur sveitaskólans hafa eins og aðrir nemendur mætt í skólann sinn eftirvæntingarfullir vel fyrir höfuðdag eins og til er ætlast. Um leið eru þeir fullir ábyrgðar gagnvart störfunum heima við. Þeir hafa alist upp við að leggja sitt af mörkum og margir þeirra búa yfir eftirtektarverðum áhuga á hverju því sem tekist er á við. Það er því fleira en skólinn sem skiptir þá máli og ljóst að þeir búa yfir margvíslegum sterkum hliðum sem klárlega eru þeim til framdráttar í skóla og námi. Ein þeirra er sú ríka ábyrgðartilfinning sem þeir búa yfir. Mitt í þessu annríki öllu, göngum og réttum daga og nætur á nýliðnum dögum, kemur sending af malbikinu í Reykjavík sem inniheldur samræmd könnunarpróf. Þau skulu lögð fyrir eftir kúnstarinnar reglum eins og lög gera ráð fyrir og það á sjálfan réttardaginn. Vansælir koma nemendur gnístandi tönnum í skólann þessa morgna, sumir í fylgd foreldra, til að takast á við verkefnið sem skólanum er ætlað að framfylgja. Fullir ábyrgðar en annars hugar ganga þeir til stofu og sinna sínu. Árangurinn, sem ætlað er að vera leiðbeinandi fyrir áherslur vetrarins í námi, kemur svo með pósti daginn sem nemendur fara heim í jólafríið! Aldrei fyrr hefur ritara þessara orða orðið eins áþreifanlega ljóst hversu veruleiki malbiksins er langt frá veruleika sveitarinnar. Nú er mál að þeir sem setja fram þessa fáránlegu tímasetningu taki sig saman í andlitinu og stuðli að því að nemendur um land allt sitji við sama borð. Að þeim sé gert kleift að takast á við þetta verkefni af heilum hug og án þess að hafa áhyggjur af því sem verulega skiptir máli í lífi þeirra, afkomu og framtíð. Það má takast á um það hvaða tími er heppilegastur til þess arna en við svo búið má ekki una. Ritari þessara orða skorar á alla þá sem lesa að leggja því lið að þessi viðhorf nái eyrum og augum þeirra sem megnugir eru að breyta. Sú breyting mun einungis verða til þess fallin að nemendur, í sveit og borg, fái það tækifæri að leggja sig heilshugar fram. Ekki er fjarri lagi að draga megi þá ályktun að auknir möguleikar verði á betri útkomu úr samræmdum könnunarprófum en hér hefur áður sést. Það er ekki svo lítið markmið né ómerkilegt og myndi án efa gleðja ómælt þá sem að þessum nemendum standa, þ.e. foreldra, starfsfólk skóla, fræðsluyfirvöld sem og ráðamenn lands og þjóðar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun