Vissir þú? 17. september 2011 06:00 Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women!
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar