Vissir þú? 17. september 2011 06:00 Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? Já, það er víða pottur brotinn í réttindamálum kvenna. Sá heimur sem mörgum stúlkubörnum er gert að alast upp í tekur þeim ekki fagnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa einsett sér að breyta þessu. Nýverið var sett á laggirnar stofnun sem hefur þetta verkefni með höndum. Hún nefnist UN Women. Hún byggir að sönnu á hinu góða starfi sem UNIFEM og aðrar þær stofnanir sem runnu saman í UN Women hafa unnið um árabil. Það starf felst í því að vinna með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum að því að efla og bæta réttindi kvenna. Á Íslandi er rekin landsnefnd UN Women. Það eru ekki margir sem vita það, en landsnefndin á Íslandi er ein öflugasta landsnefnd UN Women í heimi, en UN Women er að vísu ein alminnsta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur til vegna þess að Íslendingar hafa verið örlátir í því að leggja þessu málefni lið og megum við ekki láta deigan sína í þeim efnum. UN Women á Íslandi stendur fyrir svokallaðri Fiðrildaviku 12.–18. september með það að markmiði að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum víða um heim. Þema fjáröflunarvikunnar er fiðrildið; fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra, frelsi og von og ætlunin er að hafa svokölluð fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi, en stundum er sú myndlíking notuð að vængjasláttur fiðrilda geti komið af stað fellibyl í fjarlægu landi. Framlög þau sem innt eru af hendi til landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýtt í verkefni víða um heim þar sem unnið er að því að bæta hag kvenna í fátækustu löndum heims. Taktu þátt í gera heiminn betri fyrir allar dætur jarðarinnar – gakktu í lið með UN Women!
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun