Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn 15. september 2011 02:00 Helle Thorning Schmidt, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er áberandi á kosningaspjöldum í Kaupmannahöfn.nordicphotos/AFP Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira