Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 07:50 Danska lögreglan notaðist meðal annars við sérútbúinn bíl sem býr yfir tækni sem á að geta truflað óviðkomandi dróna við rannsókn málsins. EPA/Steven Knap Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Lokað var fyrir alla flugumferð til og frá Kastrup í fjóra klukkutíma í fyrrakvöld þar sem nokkrir stórir drónar voru á sveimi við flugvöllinn. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki, hvaðan drónarnir komu eða hvert þeir fóru. Sambærileg uppákoma átti sér stað við Gardemoen flugvell í Osló síðar sama kvöld og er það mál einnig óupplýst. Peter Ernstved Rasmussen, sérfræðingur á sviði varnarmála, segir við TV 2 að atburðurinn veki ugg. „Við erum heimskir nýgræðingar,“ segir Rasmussen inntur eftir viðbrögðum. Að hvorki herinn né Kaupmannahafnarflugvöllur búi yfir viðbragðsgetu sem feli í sér að hægt sé að fanga eða skjóta drónana niður undirstrikar að hans mati að Danir hafi aldrei tekið ógn af þessum toga alvarlega. „Hvað ætlum við að gera þann dag sem þetta verður að alvöru? Ég er í áfalli. Þetta raunverulega angrar mig,“ segir Rasmussen sem skefur ekkert utan af því. „Þetta er galið. Þeir hefðu getað skotið niður á jörðu líkt og við höfum séð í Úkraínu. Danmörk er engan veginn í stakk búin til að bregðast við nokkurri ógn af þessum toga, og ég hef áhyggjur íbúa landsins vegna.“ Löggjöf og verkaskipting þurfi að vera skýrari DR greinir einnig frá því í morgun að ný lög, sem ætlað er að skýra heimildir og gera það auðvelda að stöðva dróna í grennd við mikilvæga innviði á borð við brýr, flugvelli og borpalla, hafi verið á leiðinni í yfir tvö ár. Fleiri sérfræðingar á sviði flugmála hafi kallað eftir því í framhaldi af uppákomunni í fyrrakvöld að ríkisstjórnin grípi til aðgerða strax og afgreið nýja löggjöf sem veiti flugvöllum heimild til að skjóta niður ólöglega dróna. „Það er algjörlega skýrt að það er ólöglegt, það sem er í gangi, og þess vegna þarf að bregðast við með viðeigandi hætti. Þessum drónum á að kippa niður úr loftinu eins fljótt og auðið er,“ segir til að mynda Jeppe Rungholm, framkvæmdastjóri flugfélagsins DAT. Verði að vera hægt að taka drónana niður Þau svör fengust frá dönsku lögreglunni í gær að það hafi verið talið of áhættusamt að skjóta drónana niður þar sem það gæti skapast hætta þegar vélar fullar af farþegum, fjölmenn flugstöð, eldfimt eldsneyti og íbúðabyggð er í grenndinni. Þessi ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni frá því í gær. „Við sjáum að það eru einhver öfl sem vilja gera okkur illt. Þess vegna er þarft að kynnt verði áætlun eins fljót og auðið er,“ segir Mathias Milling, samgöngufulltrúi hjá DI, samtökum iðnaðarins í Danmörku. Hann kallar eftir skýrari reglum um það hvaða stjórnvaldsstofnanir eigi að gera hvað þegar drónum er flogið nærri mikilvægum innviðum, til að unnt sé að tryggja skjót og örugg viðbrögð. Í svörum Thomas Danielsen samgönguráðherra til DR heitir hann því að málið verði afgreitt hratt. Áætlun geri ráð fyrir að málið verði lagt fram í næsta mánuði og taki gildi 1. janúar næstkomandi. Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Lokað var fyrir alla flugumferð til og frá Kastrup í fjóra klukkutíma í fyrrakvöld þar sem nokkrir stórir drónar voru á sveimi við flugvöllinn. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki, hvaðan drónarnir komu eða hvert þeir fóru. Sambærileg uppákoma átti sér stað við Gardemoen flugvell í Osló síðar sama kvöld og er það mál einnig óupplýst. Peter Ernstved Rasmussen, sérfræðingur á sviði varnarmála, segir við TV 2 að atburðurinn veki ugg. „Við erum heimskir nýgræðingar,“ segir Rasmussen inntur eftir viðbrögðum. Að hvorki herinn né Kaupmannahafnarflugvöllur búi yfir viðbragðsgetu sem feli í sér að hægt sé að fanga eða skjóta drónana niður undirstrikar að hans mati að Danir hafi aldrei tekið ógn af þessum toga alvarlega. „Hvað ætlum við að gera þann dag sem þetta verður að alvöru? Ég er í áfalli. Þetta raunverulega angrar mig,“ segir Rasmussen sem skefur ekkert utan af því. „Þetta er galið. Þeir hefðu getað skotið niður á jörðu líkt og við höfum séð í Úkraínu. Danmörk er engan veginn í stakk búin til að bregðast við nokkurri ógn af þessum toga, og ég hef áhyggjur íbúa landsins vegna.“ Löggjöf og verkaskipting þurfi að vera skýrari DR greinir einnig frá því í morgun að ný lög, sem ætlað er að skýra heimildir og gera það auðvelda að stöðva dróna í grennd við mikilvæga innviði á borð við brýr, flugvelli og borpalla, hafi verið á leiðinni í yfir tvö ár. Fleiri sérfræðingar á sviði flugmála hafi kallað eftir því í framhaldi af uppákomunni í fyrrakvöld að ríkisstjórnin grípi til aðgerða strax og afgreið nýja löggjöf sem veiti flugvöllum heimild til að skjóta niður ólöglega dróna. „Það er algjörlega skýrt að það er ólöglegt, það sem er í gangi, og þess vegna þarf að bregðast við með viðeigandi hætti. Þessum drónum á að kippa niður úr loftinu eins fljótt og auðið er,“ segir til að mynda Jeppe Rungholm, framkvæmdastjóri flugfélagsins DAT. Verði að vera hægt að taka drónana niður Þau svör fengust frá dönsku lögreglunni í gær að það hafi verið talið of áhættusamt að skjóta drónana niður þar sem það gæti skapast hætta þegar vélar fullar af farþegum, fjölmenn flugstöð, eldfimt eldsneyti og íbúðabyggð er í grenndinni. Þessi ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni frá því í gær. „Við sjáum að það eru einhver öfl sem vilja gera okkur illt. Þess vegna er þarft að kynnt verði áætlun eins fljót og auðið er,“ segir Mathias Milling, samgöngufulltrúi hjá DI, samtökum iðnaðarins í Danmörku. Hann kallar eftir skýrari reglum um það hvaða stjórnvaldsstofnanir eigi að gera hvað þegar drónum er flogið nærri mikilvægum innviðum, til að unnt sé að tryggja skjót og örugg viðbrögð. Í svörum Thomas Danielsen samgönguráðherra til DR heitir hann því að málið verði afgreitt hratt. Áætlun geri ráð fyrir að málið verði lagt fram í næsta mánuði og taki gildi 1. janúar næstkomandi.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira