Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 23:04 Lögregla var á vettvangi við Kaupmannahafnarflugvöll í kvöld. EPA/STEVEN KNAP Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Á svipuðum tíma og opnað var fyrir umferð við Kaupmannahafnarflugvöll var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli lokað vegna sama vandamáls. Verður flugvélum þangað beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður hafði verið greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló myndi ekki hafa áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á svæðinu. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan vill ekki upplýsa um aðgerðir sínar Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynning hafi borist frá flugmálastofnuninni Naviair um klukkan 20:30 að staðartíma um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi byrjað ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu dönsku lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. Óljóst hversu margir drónarnir voru Danska lögreglan hafði áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen sagði á blaðamannafundinum skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma að á þessum tímapunkti væri ekki fyllilega ljóst hversu margir drónarnir voru. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæður hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Hann sýni því skilning að fólk finni fyrir hræðslu þegar það heyri af óþekktum drónum í danskri lofthelgi. Engar vísbendingar séu um að drónarnir hafi reynst viðstöddum hættulegir. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni danska lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Danska lögreglan hefur boðað til annars blaðamannafundar vegna málsins klukkan 5 í fyrramálið að íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð eftir blaðamannafund dönsku lögreglunnar. Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Á svipuðum tíma og opnað var fyrir umferð við Kaupmannahafnarflugvöll var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli lokað vegna sama vandamáls. Verður flugvélum þangað beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður hafði verið greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló myndi ekki hafa áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á svæðinu. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan vill ekki upplýsa um aðgerðir sínar Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynning hafi borist frá flugmálastofnuninni Naviair um klukkan 20:30 að staðartíma um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi byrjað ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu dönsku lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. Óljóst hversu margir drónarnir voru Danska lögreglan hafði áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen sagði á blaðamannafundinum skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma að á þessum tímapunkti væri ekki fyllilega ljóst hversu margir drónarnir voru. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæður hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Hann sýni því skilning að fólk finni fyrir hræðslu þegar það heyri af óþekktum drónum í danskri lofthelgi. Engar vísbendingar séu um að drónarnir hafi reynst viðstöddum hættulegir. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni danska lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Danska lögreglan hefur boðað til annars blaðamannafundar vegna málsins klukkan 5 í fyrramálið að íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð eftir blaðamannafund dönsku lögreglunnar.
Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57