Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 23:04 Lögregla var á vettvangi við Kaupmannahafnarflugvöll í kvöld. EPA/STEVEN KNAP Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Á svipuðum tíma og opnað var fyrir umferð við Kaupmannahafnarflugvöll var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli lokað vegna sama vandamáls. Verður flugvélum þangað beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður hafði verið greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló myndi ekki hafa áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á svæðinu. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan vill ekki upplýsa um aðgerðir sínar Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynning hafi borist frá flugmálastofnuninni Naviair um klukkan 20:30 að staðartíma um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi byrjað ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu dönsku lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. Óljóst hversu margir drónarnir voru Danska lögreglan hafði áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen sagði á blaðamannafundinum skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma að á þessum tímapunkti væri ekki fyllilega ljóst hversu margir drónarnir voru. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæður hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Hann sýni því skilning að fólk finni fyrir hræðslu þegar það heyri af óþekktum drónum í danskri lofthelgi. Engar vísbendingar séu um að drónarnir hafi reynst viðstöddum hættulegir. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni danska lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Danska lögreglan hefur boðað til annars blaðamannafundar vegna málsins klukkan 5 í fyrramálið að íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð eftir blaðamannafund dönsku lögreglunnar. Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Á svipuðum tíma og opnað var fyrir umferð við Kaupmannahafnarflugvöll var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli lokað vegna sama vandamáls. Verður flugvélum þangað beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður hafði verið greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló myndi ekki hafa áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á svæðinu. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan vill ekki upplýsa um aðgerðir sínar Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynning hafi borist frá flugmálastofnuninni Naviair um klukkan 20:30 að staðartíma um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi byrjað ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu dönsku lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. Óljóst hversu margir drónarnir voru Danska lögreglan hafði áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen sagði á blaðamannafundinum skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma að á þessum tímapunkti væri ekki fyllilega ljóst hversu margir drónarnir voru. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæður hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Hann sýni því skilning að fólk finni fyrir hræðslu þegar það heyri af óþekktum drónum í danskri lofthelgi. Engar vísbendingar séu um að drónarnir hafi reynst viðstöddum hættulegir. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni danska lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Danska lögreglan hefur boðað til annars blaðamannafundar vegna málsins klukkan 5 í fyrramálið að íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð eftir blaðamannafund dönsku lögreglunnar.
Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57